Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 71
>47 má nefna »Beint í sortann« (bls. 22), og »Syndaflóðið« (80). »í há- karlalegum« (71) er og ágætt kvæði, og eins »Hann stal« (sjá Eimr. XXI, 23), »Hjá gálganum« (57) og mörg fleiri. En »það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm, og þjóðin mun þau annarstaðar finna« — með því að kaupa bókina. Hún á það skilið, og menn mun ekki iðra þess. Um höfundinn vitum vér ekkert annað en það, að vér höfum heyrt, að hann sé ungur trésmiður, ættaður af Homströndum, og hafi lengst af æfinni verið smali, eins og síðasta kvæðið í bókinni, »Snæljós«, líka bendir til. l’að hljóðar svo: Einhverjir gletnir glampar . glæða mín ljóð og móta, snögt, sem um nótt á snjóum snæljósin leiftra og þjóta. Sviplítil upptök áttu ómar í þessum brögum, á erli við kvíaærnar efst uppi í heiðardrögum. Fann ég þar egg og unga oftar en geymi í minni, þar fann ég þetta hreiður þrastar í hug mér inni. Stundum, er sól og sumar sál mína snertu kossi, sæll yfir spökum sauðum söng ég með læk og fossi. En þá er hin svarta þoka þreifaði á barns-lund minni. kvöldrænir, kaldir strengir knúðust í hug mér inni. Látið nú þennan þröstinn þjóta sem vind um eyra, en eitthvað af vorsins vörum vildi eg þið mættuð heyra. Kunningjum kvæða minna kveðjur ég öllum vanda, — við karlmenn ég klingi skálum, en kyssi ykkur, stúlkur, í anda. Það væri nógu gaman að vita, hvort smalar annarstaðar mundu lauma öðrum eins kvæðabálki ( bókmentasjóð sinna þjóða, eins og þessi íslenzki smaladrengur. — Oss er næst að halda, að leitun muni verða á því. En því meiri ástæða er fyrir oss, að hlúa að slíkum fijóöngum, þegar þeir koma í ljós, og láta þá ekki kala í frosti fátæktar og hjartakulda, heldur ylja þeim með sólgeislum mann- úðar og mentunar, svo þeir geti náð fullum þroska og orðið sem há- vöxnust tré í þeim andlega jurtagarði, sem jafnan hefir getið íslenzku þjóðinni mesta frægðina út um allan heiminn. V. G. HENRYK SIENKIEWICS: VITRUN. Saga frá Krists dögum. Árni Jðhannsson sneri á íslenzku. Rvik 1914 (Sig. Kr.). Um sögu þessa eftir pólska skáldið þjóðfræga er ekkert annað en gott að segja. Hún er einkar hugnæm, og þar sem hún meðal annars lýsir jafnsögulegum viðburði og krossfesting Krists, og lætur aðalpersónur sögunnar vera sjónarvotta að henni, þá er engin furða, þó hún hafi fengið marga lesendur og átt miklum vinsældum að fagna. Svo mun henni og fara í hinum íslenzka búningi sínum, ekki sízt þar sem þýðingin er líka góð og hinn ytri frágangur allur hinn snotrasti og vandaðasti. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.