Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 14
90
og flytja þá meö sér þá gerla, sem verða á vegi þeirra. Regn-
vatn og snjór innihalda því oft talsvert af gerlum, einkum eftir
að langvarandi þurkar hafa gengið. Regnið og snjórinn hreinsa
þannig loftið. Pegar langvinnar rigningar hafa gengið, er óhætt
að fullyrða, að loftið sé gerlalaust. I hagli og dögg er og all-
mikið af gerlum.
Allur sá aragrúi af gerlum, sem berst frá bústöðum manna
og úr gróðrarmoldinni, í læki og ár, á þar skamma æfi, eins og
drepið var á. En nokkrar gerlategundir finnast þó venjulega í
vatni, og eru sumar þeirra allstórir þráðgerlar. Sumir sóttgerl-
ar (taugaveiki, kólera) geta all-lengi lifað í vatni.
Loftið er ekki bústaður gerla, þótt þeir séu þar á ferðinni.
Gerlarnir eru börn jarðarinnar, eins og aðrar lífsverur, og halda
sér dauðahaldi við yfirborð jarðarinnar. En í langvinnum þurk-
um þornar jörðin, einkum þar sem enginn gróður skýlir henni.
f*á sleppa gerlarnir tökum, og vindurinn þyrlar þeim upp í loftið,
og ber þá með sér til fjarlægra staða. Úr yfirborði vatna ber-
ast engir gerlar upp í loftið, því að gerlarnir halda sér dauða-
haldi við vatnið. En vindköstin líða yfir vatnsflötinn og smáar
bárur myndast við bakkana, og smáslettur og skvettir koma á
steina og annað í bakkanum. Slettan þornar svo upp, og gerl-
arnir, sem í henni voru, eru þá heimilislausir, og vindurinn tekur
þá með sér upp í loftið.
Pað er auðskilið, að gerlafjöldi í loftinu er mjög misjafn, eft-
ir árstíðum og eftir veðrinu. Flestir eru gerlar í loftinu, þegar
jörðin skrælnar í langvinnum þurkum og vindar eru tíðir. En fá-
ir gerlar eru í loftinu, þar sem það er kyrt og rótt, og logn dög-
um og vikum saman; því að gerlarnir falla þá smátt og smátt
aftur til jarðarinnar, og komast ekki aftur upp í loftið, fyr en
vindurinn hjálpar þeim. í þurkum er mjög mikið af gerlum • í
loftinu uppi yfir fjölförnum götum. Götur í borgum eru vökvað-
ar í þurkum. Vatnið, sem kemur á götuna, hjálpar gerlunum
til þess, að haldast við jörðina, og þá þyrlast minna upp í
loftið. En í þuru göturyki eru gerlarnir nauðulega staddir, og
fjöldamargir láta þar líf sitt. En vatnsvagninn færir þeim nýtt
líf og nýjan þrótt. Götuvökvan er því gerlavökvan. Annað
mál væri, ef vatnsstraum væri hleypt á götuna. Hann mundi
sópa öllu ryki og öllum gerlum af götunni, og fara með það
niður í skolpræsin.