Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 29
105
að vinnukonan, sem sé að álasa sér, sé bara svín, hún sé fædd á
Kothrauni, og hingað og þangað, og flissar nú mjög. Svarar þá hin,
að Snjálaug hafi ekkert kunnað, og sé sú mesta b........... ómynd í alla
staði. Þá kvað faðir minn:
Vinnur Snjálaug verkin sín, Finnur prúða faldalín,
vanans gætir, slíkt er man. flan ei hentar við það stjan.
l’á segir Snjálaug: »Ó, bless húbbóndi minn, sona er hann altaf
góur vi mi.«
Börn, sem konur báru út eða fyrirfóru, voru kallaðir útburUr.
Og útburðarvæl var oft verið að tala um í æsku minni. þetta út-
burðarvæl heyrðist ekki nema á undan illviðrum og mannskaða-
veðrum.
Eitt sinn á hausti var verið að reiða á völl hjá okkur, og varð
að fara yfir tvær litlar ár. þannig var að farið, að í haugnum stóð
karlmaður og mokaði í kláfana. Þá fórum við systkinin með sinn
hestinn hvert okkar og teymdum upp túnið, öll ríðandi. Kvennmað-
ur tók við hesti mínum, og ég tók tóma hestinn hennar, og mætti
þá öðrum drengjanna. Það gekk altaf á víxl. Eitt sinn seint um
kveld, þegar ég var nýbúin að taka við hesti Stebba bróður, og
hann er á heimleið, en ég að fara yfir Austurkvíslina, þá heyri ég
ógurlegt vein, eða væl, uppi í hlíðinni fyrir ofan túnið. Tunglsljós
var, og það vildi mér til, annars hefði ég orðið trylt af hræðslu. En
þegar ég kom upp úr ánni, kemur; kvennmaðurinn hlaupandi á móti
mér í ofboði, því hún hafði heyrt þetta, og segir: »Heyrirðu nokk-
uð?« — »Já,« segi ég hálfkjökrandi; »hvað er þetta væl?« — »Það
er aumingja útburður,« segir hún. Þá varð ég svo hrædd, að ég var
nærri dottin af baki. Þá segir hún: »Flýttu þér heim, elskan mín,
og komdu ekki aftur.« Ég bið hana að fara ekki með hestana upp
túnið. »0g mér er óhætt,« segir hún. »Ég er búin að heyra þetta
svo oft áður.« Ég tölti af stað, og komst með hestana að haugnum.
Við riðum öðrum hesti en þeim, sem borið var á. Þá var dugurinn
þrotinn, og hné ég niður af hestinum, líklega í öngvit, og vissi ekki
af mér, fyr en ég var komin upp i rúm og báðir foreldrar mínir
stóðu yfir mér. Þá sagði pabbi: »Þetta eru sagnir úr trúgjörnum
almúga, því það er sannað, að þetta er fugl.« Ég man það, að
alt kveldið var ég svo óstyrk, að ég gat hvorki borðað, né farið
ofan á gólf. Og lengi bjó ég að þessari skelfingar hræðslu á eftir.
Þá er að minnast á fylgjurnar. Thit Jensen ritar um þær í bók
sinni »Sagn og Syner«. En ekki kannast ég við, að það sé alveg
rétt, fremur en annað fleira, er hún ritar um ísland. Því hún bland-
ar saman fylgjum og sendingum, og segir að fylgjurnar fylgi hverri
ætt. En þetta er ekki rétt. Hún veit svo margt, en mér finst það
vera uridan og ofan af, en ekki alt sem réttast.
Sé fylgjan, sem fylgir hveijum manni, er hann fæðist, brend,
þá fylgir honum stjarna eða ljós. En sé hún grafin niður í jörð, þá
fylgir honum hundur, költur eða eitthvert annað dýr. Þetta sagði
mér ljósmóðir mín, Guðrún sál. Þorvarðsdóttir. Hún sagðist ætíð
brenna fylgjurnar, svo ljós yrði fylgjan. Og stjarna væri á undan
okkur systkinunum, sagði ljósmóðir mfn.