Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 41
af skyldfólki ætlaði til kirkjunnar, þegar hún roðnaði út undir
eyru, af því hann Sveinbjörn Gunnarsson tók ofan fyrir henni
hinumegin á götunni. Henni sárnaði það nú samt, því það hefði
þó varla getað komið til af öðru, en að hún hefði rekið augun í,
að stígvél fermingarsystur hennar voru götótt og slitin, og treyj-
an snjáð og bætt á fleirum en einum stað. — Þessi blessuð hé-
gómagirni! þaö virtist ekki vera neinn hægðarleikur, að ríða hana
á slig.
í sömu andrá kom hún auga á móður sína, sem beið henn-
ar fyrir utan nýtízkubúðina.
»Parna er hún mamma,« sagði hún, og fann reglulega til sín
af því, að þessi fallega og skrautbúna kona skyldi vera móð-
ir sín.
»þá er bezt, ég fari; ég þarf líka að flýta mér í vinn-
una.«
»Ert þú í vinnu?«
»Já, en ekki nema helminginn af deginum. Við verðum öll
að hjálpast að, að vinna okkur dálítið inn.«
»Vertu sæl!« sagði Ella, »ég ætla að bjóða þér heim til
okkar einhvern daginn.« — Og svo skildu þær.
»Var þetta fermingarsystirr« spurði móðirin, »hún var svo
fátæklega til fara.«
»Já, hún er líka fátæk. Hún verður að vera í vitinu hjá
óviðkomandi fólki.«
»það er fallegt af þér, að taka hana ögn að þér og liðsinna
henni.«
»Og öllu má nú nafn gefa,< svaraði Ella og roðnaði aftur;
því henni datt þá í hug, hvernig fór, þegar hún mætti honum
Sveinbirni Gunnarssyni.
Pær mæðgurnar fóru nú að skoða hvíta silkistranga og rekja
þá sundur. Ella þuklaði á silkinu og vöðlaði því milli handanna.
Henni fanst svo gaman, að þukla á þessum mjúku og gljáandi
fataefnum. En alt í einu rankaði hún við sér og sagði: »Ætli
það væri nú ekki betra, að við tækjum dökkan kjól? Mundi ég
ekki hafa meira gagn af honum?* Hún fyrirvarð sig jafnharðan
og hún var búin að ljúka spurningunni; því henni fanst, að hún
væri nú ekki fyllilega hreinskilin.
Móðir hennar leit á hana forviða: »Til hvers ættirðu svo