Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 16
92 Pessir smælingjar, gerlarnir, láta mikið til sín taka, og eru oft stórvirkir, þótt smáir séu, bæði til góðs og ills fyrir aðrar lífsverur á jörðinni. Sumir valda veikindum og dauða, en ekki ætla ég mér að fara út í þá sálma. Pað stendur læknunum næst. Pótt skað- legu gerlarnir geri oft mikið tjón, þá er það gagn, sem hinir vinna, svo miklu, miklu meira. Eg hefi áður bent á hið mikla starf sumra geriltegunda í þarfir annarra lifandi vera. Og óhætt mun að fullyrða, að þekking vor á störfum þessara »þörfu« gerla er afarófullkomin. Mjög er það líklegt, að störf rótargerlanna og ýmsra annarra séu miklu stórkostlegri og miklu þarfari öðrum lífsverum. en nokkurn grunar. Rotgerlarnir hafa þegar verið nefndir, og drepið hefir verið á störf þeirra, að sundra leifum dauðra jurta og dýra, eða að stuðla að hringrás næringarefnanna. Einkum er það nauðsynlegt, að kolefnið og köfnunarefnið séu í stöðugri hringrás. Það er fremur lítið til af efnum þessum á jörð- inni, af kolefni nálægt 0,2 °/o og af köfnunarefni (að köfnunarefni loftsins meðtöldu) um 0,02 °/o, miðað við efnismagn jarðarinnar. Náttúran verður því að gæta allrar hagsýni, að því er efni þessi snertir. Græna jurtin lifir á ólífrænum efnum; hún verður að hafa nægilega kolsýru, til þess að geta framleitt kolvetni, og hún verð- ur að fá nægilegt köfnunarefni, til þess að búa til eggjahvítuefnin. Dýrategundirnar lifa af efnum þeim, sem græna jurtin framleiðir; og svo étur hvert dýrið annað. Pegar jurtirnar og dýrin deyja, eru efnasamböndin í þeim komin út úr hringrásinni, ef þau verða ekki öðrum dýrum að bráð. Og ef það héldi áfram lengi, mundi glatast svo mikið af kolefni og köfnunarefni, að vel gæti svo far- ið, að skortur yrði á þeim; og þá mundi lífsverum jarðarinnar fækka. En hér koma rotgerlarnir til sögunnar. Peir ráðast á visnu jurtina og dauða hræið, og vinna með atorku að sundrun efnanna. Peir kljúfa hin margsamsettu lífrænu efni í sundur, og linna ekki fyr, en þau eru sundurleyst í ólífræn efni. En þá geta þau aftur orðið grænu jurtinni að bráð, og hringrásin byrjar á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.