Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 70
146
rýni í því formi getur oft gert meira gagn, heldur en þrumandi vand-
lætingarræður. Slík ádeilukvæði særa engan, menn geta ekki annað
en brosað að þeim, en geta þó um leið fundið til háðsins. Sú gagn-
rýnisaðferð, að gera menn og verk þeirra hlægileg, hefir því oft meiri
og víðtækari áhrif en nokkur önnur.
Sum af tækifæriskvæðunum eru og dágóð, en helzt til mikið aí
þeim í ekki stærri bók. f’annig eru þar ekki færri en 11 íslands-
minni, 8 brúðkaupskvæði, 7 eftirmæli, 4 jólakvæði, 4 sumarvísur, 3
nýjárskvæði og 3 kveðjur.
Aðalgallinn er þó sá, að í bókina hafa verið tekin talsvert mörg
óþroskuð kvæði, sem auðsjáanlega stafa frá æskuárum höfundarins, og
sem eru lítið annað en eintómt bergmál af kvæðum annarra skálda.
f'annig er t. d. »Alfasöngur« (9) ekki annað en uppsuða úr »Álfa-
söngum* Jóns Ólafssonar og »Jólnasumbli« Gríms Thomsens, »Foss-
inn minn« bergmál af »Litli fossinn« eftir Pál Ólafsson, »Reiðvísur«
stæling af »Sprettur« og öðrum ferðakvæðum eftir Hannes Hafstein
og »Svo fjær og þó svo nær« aðeins breytt útgáfa af »Ástin í fjar-
lægð« eftir Stgr. Thorsteinsson. Bæði þessi síðasttöldu kvæði eru að
vísu falleg (»Reiðvísur« meira að segja ljómandi), en svo lík kvæðum
hinna skáldanna, að maður kannast undir eins við, að það eru þau í
nýjum búningi. Hver, sem vill hafa fyrir að bera þetta saman, mun
fljótt sjá, að alt er sama tóbakið. En vel getur verið, að þetta sé
alveg óafvitandi hjá höf.; áhrifin frá hinum kvæðunum hafi aðeins
legið blundandi í huga hans, og komið þar upp úr kafinu, þegar
hann tók að yrkja, og hann þá haldið, að þetta væru hans eigin
frumsköpuðu hugsanir. Slíkt hefir fleiri hent fyr, en ætti jafnan að
varast.
En þó að kvæði þessi séu þannig ekki sérlega frumleg, þá getur
maður samt vel skilið vinsældir þeirra. Eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni, og þar sem höf. er hvers tnanns hugljúfi, þá er ekki ónáttúr-
legt, að þessum »börnuni« hans bregði beint í ættina og vinni hylli
lesenda sinna eins og faðirinn.
V G.
JAKOB THORARENSEN: SNÆLJÓS. Kvæði. Rvík 1914.
Hún er ekki stór þessi kvæðabók, 96 bls. í litlu broti, en maður
les hvert kvæði í henni með ánægju. Þar er svo fátt af göllum, en
mikið af kostum. Rímið er alstaðar lipurt og létt og orðaskipun svo
náttúrleg, sem bezt verður á kosið. Og hér víð bætist, að efnið er
furðulega margbreytt, og að öllum jafnaði einkar laglega með það
farið. Að vísu má segja, að þar séu engin stórkostleg tilþrif, enginn
djúpsettur, stórfeldur skáldskapur; en maður saknar þess ekki svo
mjög, þar sem hinsvegar ekkert kvæði er algerlega ónýtt, og mörg
eða jafnvel flest góð. Og þó er þar ekkert bergmál frá öðrum skáld-
um, sem annars er svo algengt hjá byrjendum, heldur alt auðsjáan-
lega frumhugsað frá eigin brjósti, kryddað með svo þægilegri gletni,
að hún minnir mann á Jón Thoroddsen; enda bendir það á, að
hann muni höf. kærri en flest önnur skáld, að hann hefir ort um
hann fallegt lofkvæði. Sem dæmi upp á góð ádeilu- og gletniskvæði