Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 79
55
þýzkunemendur á íslandi, og viljum því ráða þeim til að fá sér hana, til að lesa
sér til skemtunar á eigin hönd. Auk þess seni þeir við það fá meiri æfingu í mál-
inu, hlýtur það að gleðja þá, að lesa jafnfrábærar lýsingar á íslenzku sveitalífi,
bæði utan húss og innan, á einni hinni helztu þjóðtungu álfu vorrar.
V. G.
í>ORV. 'i'HORODDSEN: AN ACCOUNT OF THE PHYSICAL GEO-
ORAPHY OF ICELAND with special reference to plant life (The Botany of
Iceland, Part I, 2. Copenhagen 1914, bls. 187 — 343).
Hinn nafnfrægi grasafræðingur Eug. IVartning í Khöfn hefir með aðstoð
annars grasafræðings. dr. L. Kolderups Rosenvinges, byrjað útgáfu mikils ritsafns
um grasafræði íslands á enska tungu. Höfðu danskir grasafræðingar áður undir
forustu hans gefið út stórt rit um grasafræði Færeyja (Botany of the Fœröes), sem
kom út í þrem pörtum 1901 —1908, um 1100 bls. í stóru broti, með fjölda af
invndum. Pó verður þetta rit eflaust miklu stærra; hefir þegar verið gjörður tölu-
verður undirbúningur undir framhald þess, og hin seinni ár hafa danskir grasafræð-
ingar ferðast um ísland, til þess að rannsaka lágplöntugróður landsins, einkum mosa,
vatnaþara o. fl., og mun bráðum von á ritgjörðum eftir þá um árangur rannsókna
þessara.
Af grasafræði íslands eru komin út tvö hefti, 343 bls. í stóru broti. Fyrra
heftið ritaði dr. Helgi Jónsson 1912 um þaragróður við strendur íslands, 186 bls.
með 7 myndum (sbr. Eimr. XVII, 153). Nú er nýprentað annað hefti eftir próf.
Porvald Thoroddsen, 1 ^7 bls., með 36 myndum. Pað er nokkurskonar inngangur að
grasafræði íslands, að því er landgróður snertir, almenn lýsing á náttúru landsins,
með sérstöku tilliti til þeirra lífsskilyrða, sem jurtagróðurinn hefir á Islandi. Er
þar fyrst almenn landlýsing og síðan sérstaklega lýst jöklum, snælínu í ýmsum
héruðum, ám og vötnum, jarðfræði Islands, eldfjöllum og hraunum o. fl. l*á er
annar kafli um yfirborð landsins og jarðveg, ágrip þeirrar þekkingar, sem nú er
til í þeirri grein; er þar talað um efni jarðvegs, jarðvegshreyfingar, þúfur, mela-
tígla o. fl. friðji kaflinn lýsir loftslagi á Islandi, á svipaðan hátt, eins og sami
höfundur hefir gert í »Lýsingu Islands«, nema hvað hér er veðurfræðin að sumu
leyti stytt, og í sumum greinum aukin. Fjórði kaflinn er um almenna útbreiðslu
jurta á íslandi, hátt og lágt, en þó sérstaklega lýst gróðri á fjallatindum og á ör-
æfum. I fimta og síðasta kaflanum er stutt yfirlit yfir gróðrarfélög Islands, sam-
kvæmt þeirri þekkingu, er nú hefir fengist, og eru í þeim kafla allmargar góðar
ljósmyndir af gróðrarlagi á Islandi eftir L. Hesselbó; getum vér sérstaklega bent
á vel teknar myndir af fífuflóa (bls. 324) og rjúpnalyngi (bls. 327).
V. G.
SIGURÐUR NORDAL: OM OLAF DEN HELLIGES SAGA. En kritisk
undersogelse. Khöfn 1914.
Eins og menn vita, eru til margar sögur af Ólafi helga, bæði sérstakar og í
hinum ýmsu yfirlitsritum eða safnritum af sögum Noregskonunga, og er Ólafssaga
Snorra frægust af þeim öllum. Hefir mikið verið um það ritað af ýmsum vísinda-
mönnum, hver af þessum ritum væru elzt, og hver af þessum eldri ritum hinir yngri
höfundar svo hefðu notað, og hefir þar á ýmsu oltið með skoðanir manna. Ur
jæssum vafaspurningum viðvíkjandi uppruna Ólafs sögu helga í sínum ýmsu myndum
(og þá jafnframt þeirra yfirlitsrita, sem hún er í) hefir dr. Sigurður Nordal tekið sér
fyrir hendur að greiða í doktorsritgerð jíeirri, ei hér getur, og hefir honum tekist að