Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 79
55 þýzkunemendur á íslandi, og viljum því ráða þeim til að fá sér hana, til að lesa sér til skemtunar á eigin hönd. Auk þess seni þeir við það fá meiri æfingu í mál- inu, hlýtur það að gleðja þá, að lesa jafnfrábærar lýsingar á íslenzku sveitalífi, bæði utan húss og innan, á einni hinni helztu þjóðtungu álfu vorrar. V. G. í>ORV. 'i'HORODDSEN: AN ACCOUNT OF THE PHYSICAL GEO- ORAPHY OF ICELAND with special reference to plant life (The Botany of Iceland, Part I, 2. Copenhagen 1914, bls. 187 — 343). Hinn nafnfrægi grasafræðingur Eug. IVartning í Khöfn hefir með aðstoð annars grasafræðings. dr. L. Kolderups Rosenvinges, byrjað útgáfu mikils ritsafns um grasafræði íslands á enska tungu. Höfðu danskir grasafræðingar áður undir forustu hans gefið út stórt rit um grasafræði Færeyja (Botany of the Fœröes), sem kom út í þrem pörtum 1901 —1908, um 1100 bls. í stóru broti, með fjölda af invndum. Pó verður þetta rit eflaust miklu stærra; hefir þegar verið gjörður tölu- verður undirbúningur undir framhald þess, og hin seinni ár hafa danskir grasafræð- ingar ferðast um ísland, til þess að rannsaka lágplöntugróður landsins, einkum mosa, vatnaþara o. fl., og mun bráðum von á ritgjörðum eftir þá um árangur rannsókna þessara. Af grasafræði íslands eru komin út tvö hefti, 343 bls. í stóru broti. Fyrra heftið ritaði dr. Helgi Jónsson 1912 um þaragróður við strendur íslands, 186 bls. með 7 myndum (sbr. Eimr. XVII, 153). Nú er nýprentað annað hefti eftir próf. Porvald Thoroddsen, 1 ^7 bls., með 36 myndum. Pað er nokkurskonar inngangur að grasafræði íslands, að því er landgróður snertir, almenn lýsing á náttúru landsins, með sérstöku tilliti til þeirra lífsskilyrða, sem jurtagróðurinn hefir á Islandi. Er þar fyrst almenn landlýsing og síðan sérstaklega lýst jöklum, snælínu í ýmsum héruðum, ám og vötnum, jarðfræði Islands, eldfjöllum og hraunum o. fl. l*á er annar kafli um yfirborð landsins og jarðveg, ágrip þeirrar þekkingar, sem nú er til í þeirri grein; er þar talað um efni jarðvegs, jarðvegshreyfingar, þúfur, mela- tígla o. fl. friðji kaflinn lýsir loftslagi á Islandi, á svipaðan hátt, eins og sami höfundur hefir gert í »Lýsingu Islands«, nema hvað hér er veðurfræðin að sumu leyti stytt, og í sumum greinum aukin. Fjórði kaflinn er um almenna útbreiðslu jurta á íslandi, hátt og lágt, en þó sérstaklega lýst gróðri á fjallatindum og á ör- æfum. I fimta og síðasta kaflanum er stutt yfirlit yfir gróðrarfélög Islands, sam- kvæmt þeirri þekkingu, er nú hefir fengist, og eru í þeim kafla allmargar góðar ljósmyndir af gróðrarlagi á Islandi eftir L. Hesselbó; getum vér sérstaklega bent á vel teknar myndir af fífuflóa (bls. 324) og rjúpnalyngi (bls. 327). V. G. SIGURÐUR NORDAL: OM OLAF DEN HELLIGES SAGA. En kritisk undersogelse. Khöfn 1914. Eins og menn vita, eru til margar sögur af Ólafi helga, bæði sérstakar og í hinum ýmsu yfirlitsritum eða safnritum af sögum Noregskonunga, og er Ólafssaga Snorra frægust af þeim öllum. Hefir mikið verið um það ritað af ýmsum vísinda- mönnum, hver af þessum ritum væru elzt, og hver af þessum eldri ritum hinir yngri höfundar svo hefðu notað, og hefir þar á ýmsu oltið með skoðanir manna. Ur jæssum vafaspurningum viðvíkjandi uppruna Ólafs sögu helga í sínum ýmsu myndum (og þá jafnframt þeirra yfirlitsrita, sem hún er í) hefir dr. Sigurður Nordal tekið sér fyrir hendur að greiða í doktorsritgerð jíeirri, ei hér getur, og hefir honum tekist að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.