Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 5
8i
fótað um jörðina fyrir þeim, ef þeir á annað borð gætu lifað. I
raun og veru mundi gerlamergðin aldrei verða eins mikil og reikn-
ingsdæmið sýnir, því að samkepnin um matinn yrði svo mikil og
grimm, að æðimikið mundi saxast á hópinn. Misjöfn kjör og sam-
kepni dregur mikið úr fjölgun gerlanna; en óhemjulega mikil
mergð getur þrátt fyrir það orðið til á skömmum tíma, þegar
vel lætur.
Æxlunargró eru ekki kunn meðal hinna eiginlegu gerla. Pau
er aðeins að finna meðal slíðurgerlanna; en þeir eru miklu full-
komnari en hinir eiginlegu gerlar. En dvalargró finnast yfirleitt
meðal gerla, sem eiga við misjöfn kjör að búa. Dvalargróin mynd-
ast, þegar lífskjörin verða svo þungbær,
að lífi gerilsins er hætta búin. Geril-
frymið dregst þá saman, og dvalar-
gróið myndast úr því öllu, eða nokkr-
um hluta þess, og utan um það
myndast vatnshelt hýði. Dvalargróin
eru svo vel úr garði gjörð, að þau
þola vel þurk, eitur og hita, og eru,
að kalla má, ódrepandi. Pau sakar
ekki vitund, þótt þau sé soðin við
100 stiga hita. Eigi þeim að ríða að
fullu, verður að sjóða þau hvað eftir
annað við ioo stiga hita, eða í lok-
uðu íláti, þar sem hitinn getur orðið
meira en ioo0.
Dvalargró eru algeng meðal jarð-
gerla, og er það eðlilegt, því að kjörin eru þar mjög svo breyti-
leg. En meðal vatnsgerla eru ekki dvalargró, og stendur það
eflaust í sambandi við, að kjörin eru ekki eins breytileg í vatni.
Að minsta kosti er engin hætta á, að gerlar í vatni þorni upp.
Gerlar eru mjög óbrotnar og ófullkomnar smáverur, eins og
ráða má af því, er sagt hefir verið. Peir teljast til jurtaríkisins,
og skipa þar lægsta sætið. Eeim má skifta í tvo aðalflokka:
eiginlega gerla (hnattgerlaœtt, stafgerlaœtt, vinduætt, brennisteinsgerla-
ætt o. fl.) og þráðgerla (slíburgerlaœtt). Práðgerlaflokkurinn eða
þráðgerlarnir er miklu fullkomnari. Gerlar eru enn þá lítt þektir
að ýmsu leyti. Stærðin er afarmismunandi. Sumir eru örsmáir,
svo að þeir verða ekki eygðir nema í venjulegri smásjá. En í
7. Smjörsýrugerill (Bacillus
amylobacter), 10*0/,. a og b
grólausar frumur; c—e
frumur með dvalar-
gróum.