Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 69
>45 mikill stökkmaður), þá virðist það ekki nægja; ekki sízt þar sem hann er ekki nema 15 ára gamall drengur, sem engum þroska hefir náð, hvorki í þessu né öðru, þegar hún tekur hann að sér. Og lýs- ingin á iðjuleysi hans og landeyðuskap, eftir að hann er kominn í náðina hjá húsmóður sinni, þar sem hann er að þvælast fyrir fólkinu og tefja það við vinnuna um hábjargræðistímann, virðist enganveginn til þess fallin, að gera hann aðlaðandi í augum annarrar eins skör- ungskonu eins og Önnu frá Stóruborg. Eina skýringin, sem sagan gefur, verður því löngun Önnu til að s t o r k a almenningsálitinu og hinum óréttláttu landslögum. En sú skýring nægir ekki, að þetta hafi í fyrstunni aðeins verið leikur. Sagan hefði þurft að sýna betur, en gert er, að Hjalti hefði verið einhvetjum þeim eiginleikum búinn, sem gerðu hann ómótstæðilegan í augum Önnu, sem seiddu hana að honum. En það er öðru nær. Hann er í allri sögunni fremur at- kvæðalítil persóna. og það, sem hann er, er hann einungis fyrir upp- eldi og aðgerðir Önnu. Sagan kemur víða við og lýsir mörgu í aldarhætti 16. aldar, bæði ýmsum áhrifum siðaskiftanna, framferði valdsmanna, búningum, brúðkaupssiðum, Stóradómi o. fl. Slíkar lýsingar eru mjög fræðandi og mikils virði, en þær þurfa að vera sannar, jafnt í skáldsögu sem f sagnariti. T’að er og auðséð, að höf. hefir gert sér mikið far um að gera þær sem trúastar, enda munu þær nærri réttu lagi í öllum aðalatriðum, þó skeika kunni í einstöku smámunum. Gott að eiga von á fleiri sögum af þessu tægi. í'ær fræða og glæða og sá ýmsu góðu fræi í hjörtu lesendanna. V. G. HANNES S. BLÖNDAL: LJÓÐMÆLI. 3. útg. aukin. Rvík >9'3 (s'g- Kr-)- ró að kvæði þessi séu nú komin í 3. útgáfu, þá er það ekki af því, að þau séu svo þrungin af frumlegum hugsunum eða stórfeldum skáldskap. Öðru nær. Þau eru vfirleitt fremur veigalítil. En þau eru lipurt og létt kveðin, og víða gamansöm. Og þau eru laus við allan drunga og þokuský og öllum mönnum auðskilin. Að þau hafa náð jafnmiklum vinsældum, eins og þau hafa gert, sýnir ljóst, hvað það er, sem bezt á við fólkið, sem sé lipur léttmetiskvæði, sem menn þurfa ekki að vera að brjóta heilann um, til þess að komast inn að hugsuninni og kjarnanum. Eitthvert bezta kvæðið í allri bókinni er »Kveðja til Langdæl- inga« (bls. 115). 1 því er bæði fögur lýsing og svo mikil tilfinning, að hún ósjálfrátt snertir taugar lesandans. Sum af íslandsminnunum, einkum þau, sem ort eru í Vesturheimi (t. d. á bls. 208), eru og tilvalin kvæði, þar sem aftur önnur (þau elztu) eru ekkert annað en bergmál af íslandsminnum Kristjáns Jónssonar. Mörg af gamankvæð- unum eru og dáindis smellin, t. d. »A skautum« (49), vTfunda boð- orðið« (55) og »Veröldin og ég« (63). Og sama er að segja um ádeilukvæðin, t. d. »Á sýsluvegi« (135) og »Hreppapólitík« (156). l’au eru f rauninni líka gamankvæði, þó að full alvara liggi á bak við þau. Höf. ætti að yrkja fleiri af þesskonar kvæðum, því gagn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.