Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 45
I 2 i
maður, og þá ekki hvað sízt í þessari ferð, sem hann hafði
hlakkað svo mjög til, eins og sjá má af kvæði hans »Vesturför-
in«. Petta ferðalag mun og óefað hafa haft talsverða þýðingu
fyrir hann og rýmkað sjóndeildarhring hans, þar sem honum við
það veittist kostur á að sjá ýmislegt með eigin augum, sem hann
hafði ekki áður þekt nema af frásögn annarra. Hann fékk og þá
allmikla æfingu í enskri tungu, sem hann gat ekki talað fyrst,
er hann kom til Boston (eða Cambridge við Boston). Gerðu því
nokkrir ungir gárungar, er borðuðu við sama borð, fyrst í stað
skop að honum og kölluðu hann »hinn þögla ás«, af því hann
sagði aldrei neitt. En er hann hafði dvalið þar litla hríð og
hlýtt á samræður manna, tók hann alt í einu að tala, án þess að
reka tilfinnanlega í vörðurnar, og settu þá háðfuglarnir upp stór
augu, og spurðu, hvernig maðurinn hefði fengið málið. Og svo
lauk, að þeir frýðu ekki á Porstein, og þótti hann geta talað á
við hvern annan; enda ekki trútt um, að hann léki einn þeirra,
er var andatrúarmaður og næsta hjátrúarfullur, nokkuð grátt með
sögum sínum, og launaði honum þannig lambið gráa.
»Og nú er hann — nú er hann dáinn!« Bessi snjalli harp-
slagi Fjallkonunnar, sem átti bæði svo hvella og þýða strengi,
að hann gat ýmist leikið á þá »læki hennar og sumarnætur«, eða
»seitt brim« í þá og látið hörpuna fá svo »hvassa tóna«, að hann
vissi. að þeir mundu »láta misjafnt í móðureyra«. En þessir
»hvössu tónar« voru jafníslenzkir og hinir, »því hann fékk við
fossa þína fyrstu hljóð í strengi sína«, og brimólguna. »skapið
það, sem inst var inni, erfði hann af móður sinni« (sbr. »Ljóða-
bréf«, fyrnar (2. útg.) 69—70).
Það eru einmitt þessar tvær hliðar, sem mest einkenna kveð-
skap P. E.: öðrumegin létt og þýtt lindarhjal, og hinumegin sog-
andi og ólgandi brimhljóð, eða, eins og hann hefir einkent þær
sjálfur með annarri líkingu: öðrumegin litfríð og angandi blóm, og
hinumegin hvassir og stingandi þyrnar.
Eað er vafalaust hin fyrri af þessum hliðum, sem aflað hefir
ljóðum P. E. mestra vinsælda. Fyrst og fremst formið, þessi
óviðjafnanlega lipurð og léttleiki, þessi dansandi, sytigjandi hreim-
fegurð og hljómbrigði, sem lætur svo kitlandi í íslenzkum eyrum,
ekki sízt, þegar efnið þá jafnframt er eins aðlaðandi og yndis-
þýtt, eins og það er í hinum mörgu ljúflingsljóðum og léttfeta-