Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 21
97 minnistæðar frá frásögninni um Gretti, er hann átti að strjúka bak föð- ur síns, Ásmundar gamla hærulangs, og beitti að lokum fyrir sig ull- arkömbum, er karli þótti hann ekki strjúka nógu fast með höndunum einum. Það var siður í þann tíð, að láta börnin fara snemma að stafa. Við systkinin vorum þriggja ára, er byijað var á því, og sagði faðir minn, að við ættum að vera orðin læs 5 ára. Og það voru bræður mínir, en ég var víst 7 ára, er ég var orðin læs; því nóg var letin, og misjafnlega gekk það fyrir sumum. Man ég það, að á tveim bæj- um í sveitinni voru börn ekki vel læs á fermingaraldri, og var þeim komið til okkar. Faðir minn sagði, að nú kæmi að notum, að vera læs, hafa byrjað snemma. Ég var þá 8 ára, en Stefán bróðir minn 10, og urðum að fara að kenna 12—13 vetra krökkum. Stefán bróðir var óhneigður til þess verks. Ég man þá, að sagt var við hann: s>Þú sýnist stiltari en Anna, samt er hún furðu stilt við þetta.« Eftir ferminguna var stundum komið fyrir unglingum hjá föður mínum, til að læra talnafræði, skrift, mannkynssögu, landafræði og dönsku, hið sama og hann kendi sonum sínum. 011 lærðum við systkinin að skrifa með fjaðrapenna. Landafræði Oddsens, sem faðir minn hafði til kenslu, var stór og þykk bók; en faðir minn dró út úr henni hið nauðsynlegasta. HEIMILISIÐNAÐUR, BÚNINGAR O. FL. Alt voru það piltar, sem komið var til pabba, aldrei stúlkur. 13ær þyrftu þess ekki, nóg að þær kynnu að elda graut. Éað var annars viðkvæðið þetta: »að koma ull í fat og mjólk í mat«. Sú stúlka þótti fær í flestan sjó, er þetta kunni. Þó var einstöku stúlku komið til móður minnar, til að læra knipl-baldíringu. Varð hún að hafa til þess ýmislega litan silkitvinna. Ekki fékst vír hjá föður mín- um, nema of grófur, og ég efast um, að hann hafi þá fengist í höf- uðborginni. f’á kendi hún og blómstursaum og flos og sauma, eða að búa til saumhnappa, er voru ýmist gyltir og svartir, eða gyltir og grænir; einnig svartir og hvítir, með 8 blaða rós. Það þótti fallegt í skrautvesti, er oft voru úr svörtu atlaski eða rósóttu. Og enn þá kann ég, man ég, hvernig á að sauma þessa hnappa, og gæti kent það, ef nokkur vildi læra. Piltum voru oft gefnir þessir hnappar í sumargjöf. Kvennmönnum voru oft gefnir baldíraðir borðar með silkitvinna, og stundum með þræði, sem spunninn var á snældu, alla- vega litur, og var afarfínn og linur. Einnig var í þá daga spunninn þráður úr vel kembdu, svörtu togi; og aldrei var hafður silkitvinni í hnezlur eða hnappagöt, heldur togþráður, enda þótt klæðisföt væru. En hann leit líka út sem strengsilki, því svo jafn var hann og snögg- ur og hólalaus, væri hann rétt spunninn. Eitt sinn kom Bjarni amtmaður á Stapa í Grundarfjörð, og var þá Hafliði kaupmaður þar, móðurbróðir föður míns. Kona hans hét Kristln, sú hin sama og séra Jón Steingrímsson vildi eiga (sjá »Sögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.