Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 78
54 hver með sinni setningunni. og eru það látnar vera raddir samvizku hans. En í því að Gottskálkur biskup réttir Rauðskinnu að Lofti, verður hann ofurliði borinn af sálarstríði sínu og hnígur iirendur á kirkjugólfið. Segir þá Olafur vinur hans. sem kemur að í því: »Dauðinn hefir fyrirgefið honum«, og á því endar leik- urinn. — En þelta, sem hér hefir verið tilfært, er auðvitað ekki nema beinagrindin. Að geía nokkra hugmynd um snildina í meðferðinni er ekki unt nema í löngu máli, og varla með öðru móti, en að lesa eða sjá leikritið sjálft. f>ar eru svo margar snjall- ar og skáldlegar setningar og líkingar, að tilganglaust væri, að vera að tína nokkr- ar úr til sýnis. Ritið verður að koma sem fyrst út á íslenzku, svo alþýða manna fái að sjá það. Það er íslenzkur bókmentagimsteinn. sem óhæfa væri að fela fyrir ís- lendingum sjálfum og láta útlendinga eina njóta. Að vísu hefir það nú þegar verið leikið í Rvík; en það er ekki nóg; aðrir landsmenn eiga líka kröfu til að fá að kynnast því, og við þeirri kröfu geta ekki bókaútgefendur vorir skelt skoll- eyrunum. Ritið átti fyrst að leika á konunglega lcikhúsinu í Kliöfn, en er það dróst úr hömlu, þoldi höf. ekki mátið, og tók það aftur þaðan og lét leika það á Dagmar- leikhúsinu, sama leikhúsinu og Fjalla-Eyvindur var leikinn á. En þar var nú engin frú Dybwad. til að bera leikinn uppi, og varð |)ví ekki eins mikið úr honum þar, eins og í rauninni er í hann spunnið. Aftur kvað leikurinn hafa tekist miklu betur í Málmhaugum í Svíþjóð, og hafa verið tekið með stórmiklum fögnuði, enda nú í ráði, að hann verði leikinn víðsvegar um Svíþjóð. Og óefað heldur hann þaðan sigurbraut sína út um heiminn, |)egar alþjóðastríðinu mikla linnir: því um það eru allir ritdómarar sammála, að leikrit þetta sé þrungið af skáldskap og fegurð. V. G. JÖN SVEINSSON: SONNENTAGE. Nonni’s Jugenderlebnisse auf Island. Mit 16 Bildern. (VIIÍ -j- 294 bls.) Freiburg im Breisgau 1915 (Herdersche Ver- lagshandlung). Verð: ib. M. 4,40, ób. M. >,50. Sem einkunnarorð fyrir þessari bók sinni hefir séra Jón valið þessa setningu eftir Chateaubriand: ^í^að fegursta, sem nokkur rithöfundur getur ritað í nokkra bók, er þær tilfinningar, cr vakna í sálu hans við endurminningarnar um sína íyrstu æskudaga.« Og þessi einkunnarorð eiga einkarvel við þessa b(>k hans, sem hann kallar »Sólskinsdaga«, — ekki af því, að þar sé ávalt sagt frá sólskini og sumarblíðu (því þar er eins oft eða oftar sagt frá stórhríðum og fannkingi), heldur í óeigin- legri merkingu, af því að yfir þessum æskudögum hans er svo mikill sólskinsljómi í sálu hans og endurminningum. Og endurskin af þessum sólarljóma bernskudaga sinna leitast hann við að láta bókina færa þeim ungu lesendum, sem hún er eink- um ætluð, börnum og unglingum. Og honum tekst það líka ágætlega. fað er barnslegt sakleysi, blíða og einfeldni yfir allri bókinni. svo að hún er ágætlega til ]>ess fallin að vera barnabók. En auk þess, að frá henni andar svo hollum og hlýjum anda. þá er hún líka full af spennandi æfintýrum. Par segir frá sýnum og sjálfsmorðum, fjallgöngum og útilegumönnum, mannýgum nautum, árásum hrafna á nýfædd lömb, hvernig menn verða úti og grafnir í fönn, og ótal mörgu öðru úr daglegu lífi íslendinga. Og frá öllu þessu er sagt með svo miklu fjöri og list, að ])essar þjóðlífsmyndir standa með lifandi litum fyrir hugskotsaugum lesandans, enda studdar með ágætum myndum eftir þýzka og enska málara. Og hér við bætist, að stíllinn er svo léttur og lipur, að vér getum ekki hugsað oss hentugri bók fyrir unga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.