Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 25
IOI var það haft við gamla skautbúninginn. í’að skaut var hátt, og lítill, laglegur krókur efst uppi, en 3—4 spaðar út úr honum neðst. Var nú byrjað að skauta eða falda með því, að næla þessa spaða (úr lér- efti voru þeir) ofan í hárið; síðan var það (hárið) greitt upp undir faldinn vel og vandlega, svo að ekki sæist hár niður undan. Þá var tekið mjallahvítt traf og því vafið snyrtilega um höfuðið, en þó svo haganlega, að sýlingar skyldu myndast á enninu, og var það mestur vandinn. þetta kölluðu þær blesa. Að hafa blesa var fallegra, en að viðhafa skýlu. I’á var tekinn dökkleitur silkiklútur og brotinn saman nokkuð og lagður yfir skýluna, og var alt nælt með stórum títuprjón- um, er geymdir voru í prjónakoddanum, sem var útsaumaður og bryddur utan með silkipjötlu. Man ég, að amma sáluga, Ingibjörg móðir föður míns, hafði ætíð skýlu. Eitt sinn spurði ég hana, hví hún hefði þessa skýlu, sem feldi blesann (ég var þá barn). Þá sagði gamla konan: »Ég er ekkja, mér ber að hafa hana, því svo eiga ekkjur að búa sig.« Ég minti hana á ekkju eina þar í sveitinni, sem ekki hefði skýlu. fJá segir amma: »Hún ætlar sér líklega, Anna mín, að vera það ekki lengi, en ég ætla að vera ekkja, meðan ég lifi.« Treyjan var lögð líkt og nú gerist, nema það var legging á miðju bakinu líka. Borðar voru bæði á ermum og börmum, ýmist vírborðar, baldíraðir borðar, eða kniplaðir úr gyltum eða hvítum vír. f>að er rangt sagt að framan hjá mér um blesann, því nú man ég, að hann var látinn myndast með þessum dökka silkiklút, er sein- ast var látinn á höfuðið. En amma lét ekki blesann myndast, heldur hafði klútinn beinan yfir mitt ennið. Ermahnappar voru hafðir í treyjum af hinum efnaðri og skraut- gjörnu. í’eir voru ýmist 6 eða 9, og náðu upp undir olboga. Lauf var niður úr hverjum hnappi, sem hringlaði í við hreyfingu. Samfell- an (pilsið) var oftast úr dökkbláu klæði, en stundum úr damaski, með sama lit eða þá grænu, lögð að r.eðan með breiðum, svörtum eða rauðrósóttum, borðum. Í’rír voru þeir hafðir á hverri samfellu, eða þær voru lagðar með snúrum, ýmislega litum, er voru krílaðar áð- ur. Þetta kríl var gjört þannig, að rakið er band á alla fingurna, þannig, að lykkja er á hverjum fingri, og heldur annar maður á; en einn fingur verður að vera laus, og því er ekki hægt að kríla nema á 9 lykkjum. Svunta (»forklæði«) var úr sama efni og samfellan, og var stokk- feld undir strenginn. í’egar búið var að fella hana, var hún ekki breiðari en '/2 alin, eða varla það. Hún var lögð eins og samfellan, brydd utan með flaueli. I'rír silfurhnappar voru í svuntustrengnum, og var miðhnappurinn langstærstur. Var á þeim ýmist víravirki eða grafnar á þá rósir, allar með smábólum, til mikillar prýði. Sama gerð var á peltispörunum. Sumar konur höfðu einungis einn hnapp. Beltib var ýmist með doppum, stokkum eða þá að þau voru baldír- uð, sem nú gerist. í’egar beltið var látið um mittið, varð að hafa gát á því, að hnapparnir í svuntunni yrðu ofan á því, áður en því væri krækt saman með spennum eða pörum. Síðan kom hetnpan, sem höfð var yzt klæða. Hún var innskorin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.