Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 66
142
á dag á mán. á 5 mán.
England 18 milj. 540 milj. 2700 milj.
Frakkland 33 — 990 — 4950 —
Rússland 34 — 1020 — 5100 —
Pýzkaland og Austurríki .... Serbía. Belgía, Tyrkland og 771/2 232S — 11625 —
Japan Hlutlaus ríki, lýðlendur Breta 8 — 240 — 1200 —
0. s. frv 91/*— 00 t-n 1 1425
Samtals. . . 180 milj. 5400 milj. 27000 milj.
En ekki eru öll kurl komin til grafar, þó þetta sé talið; því
enn er ótalið alt það tjón, sem stríðið hefir bakað iðnaði þjóð*
anna á þessu tímabili, og öll þau verðmæti í mannvirkjum, bygg-
ingum, skipum og öðru, sem farið hafa forgörðum í því. Hve
miklu þetta nemur, er ekki hægt að segja, nema með ágizkun.
En góðir fjármálafræðingar álíta, að það muni nema 40—45
miljörðum. Og þræði maður nú þar nokkurnveginn mitt á milli
og setji, að það nemi 43 miljörðum, þá ætti allur stríðskostnað-
urinn fyrstu 5 mánuðina að nema 70 miljörðum (70000 miljónum)
króna, eða hérumbil sömu upphæð og varið hefir verið til allra
járnbrautalagninga hjá öllum baraagaþjóðunum. Má af því bezt
skilja, hve stórkostlegum menningarframförum hefði mátt til
leiðar koma með öllu því fé, sem búið er að verja til herkostn-
aðar í þessu mikla stríði. Og þó — »it’s a long way to Tipperary«,
eins og segir í hersöng ensku dátanna.1)
' V. G.
Sú spá vor hér að framan (bls. 140), að herkostnaður Englendinga mundi
skjótt vaxa stórum, hefir fljótt ræzt, því áður en þetta var fullprentað, hefir forsætis-
ráðherra Breta lýst því yfir (1. marz) á þingi, að dagleg útgjöld þeirra til stríðsins
væru nú orðin tvöfalt hærri en áður, eða 36 milj. kr. á dag.