Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 40
sýna Siggu, að hún skammaðist sín ekki fyrir sína fátæku ferm- ingarsystur. Tvær afturkreistur í alt of síðum kjólum fóru nú að stinga saman nefjunum, og góndu á eftir þeim. »Hún getur þá ekki verið með öllum mjalla, ef hún velur sér ekki hvítan fermingarkjól, úr því hún á kost á því.« »Já, hvað segirðu! Mér hefir verið leyft að fá gljáskó að láni hjá henni Betu frænku, og Jþeir eru með þremur reimum að ofan. Og hún amma ætlar að gefa mér voðalega stóran hár- borða, og hún föðursystir mín ljómandi raffesti, sem á að kosta heila krónu. Hún var í gær úti um allar búðir, að skygnast um eftir henni.« íÞú ert þá ekki á flæðiskeri stödd. Bað er eitthvað annað eða með mig. Hún mamma segir, að alt okkar frændfólk sé þær dæmalausar nápínur, að það tími ekki að láta svo mikið sem eyr- isvirði af hendi rakna til annarra.* Á meðan þessu fór fram, héldu fermingarsysturnar tvær leið sína inn til bæjarins, og virtist þá fölleita stúlkan enn kjarkminni og flóttalegri en áður. Handleggurinn á henni hékk einhvernveg- inn svo undarlega aflvana á handleggnum á Ellu, eins og honum væri mest í mun, að losna þaðan sem fyrst. sTað getur líka vel verið,« sagði hún, er þær höfðu gengið spölkorn, »að við ökum heldur ekki í vagni til kirkjunnar.— Ætl- ið þið að gera það?« »Við eigum nú sjálf mótorvagn,« svaraði Ella, og brosti um leið hálfvandræðalega, eins og til að afsaka þessa rausn og mik- illæti. »Nú, ekki nema það! Eigið þið sjálf — hvað er hann faðir þinn?« »Verksmiðjueigandi. En hann faðir þinn?« »Hann er dáinn.« Ella sárkendi í brjósti um hana. »Ég skal spyrja um, hvort þú megir ekki aka með okkur í mótorvagninum okkar.« »Nei, það er ekki til neins; því bæði hún mamma og hún amma, og báðir frændurnir mínir og frænkur ætla líka að fara til kirkjunnar, af því hann séra Páll segir, ég svari svo vel.« Um leið og hún sagði þetta, brá í fyrsta sinn eins og snert af sjálfs- þóttasvip á andlitið fölleita, og Ella var einmitt að hugsa um, hvort það væri nú ekki af ættarhégómagirni, að öll þessi hersing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.