Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 51
127
hafi þér ei hepnast »stöðu« að ná,
og heldur ekki lánast vel að biía,
þá mun þér veröld verða gæðafá
og vinir drottins að þér baki snúa.«
d rottin sjálfan þekkir ekki þú,
þá þekkjast allir bezt af vinum sínum;
°R gáðu að, hverjum hlotnast virðing stí,
að hafa sæti næstir presti þínum.«
»Og eins er drottinn auði vorum hjá
og allar vorar syndaflækjur greiðir,
og börnin okkar verða voldug þá,
þó vitið skorti, — náðin guðs þau 1eiðir.«
»Og eins er það, að þá. sem eiga gull,
frá þjófnað verndar náðarherrann blíði,
en þtísund svarthol á hér fjandinn full
af flökkuþjóð og öðrum sultarlýði.«
»1*11 félaus maður mátt hér líða nauð,
og munt í Víti síðar kenna á hörðu;
en takist þér að eiga nógan auð,
þig englar geyma bæði á himni og jörðu.«
Eins og menn munu sjá, ef menn lesa þetta með athygli,
þá er það hinn herfilegasti misskilningur, að hér sé í raun og
veru verið að ráðast á guð eða guðstrú. Nei, það er aðeins sá
falsguð, sú skrípamynd af guði, er þjónar kirkjunnar hafi með
framferði sínu og kenningum skapað í augum almennings, sem
verið er að ráðast á. Pað er verið að sýna fram á, hve afskap-
lega menn hafi misbrúkað guðs nafn, og hve mikil þörf sé á,
að hreinsa guðshugmyndina af þeim sora, sem búið sé að hlaða
utan á hana, svo hinn s a n n i guð, guð kærleika og miskunnar,
guð fátækra og volaðra, Krists guð, sjáist ekki lengur. Hann sé
eins og horfinn úr sögunni, en í hans stað kominn auðvaldsguð,
harðstjórnarguð og herskaparguð. Auðvitað má búast við, að
prestunum veiti örðugt, að átta sig á, að þessu sé þannig varið,
því þeim hættir nú jafnan við, að álíta árásir á sig og kenningar
sínar sem árásir á guð. Og þeim er nokkur vorkunn; því þeir
eru breyskir menn, eins og við hinir, og veitir því erfiðara, að
sjá bjálkann í sínu eigin auga, en flísina í auga bróður síns.
Enda eiga og árásir t\ E. miklu fremur við presta í öðrum lönd-
9'