Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 30
io6
Einu sinni á æfinni hefi ég séð fylgju. Jón sál. bróðir minn var
suður við Búðir. Ég sat hjá ljósmóður minni í rökkrinu, og sé ég
þá ofurlitla stjörnu færast inn að stól, er stóð á gólfinu. Þá seg-
ir ljósmóðir mín: »Þarna er fylgjan hans Nonna bróður þíns.« Það
stóð heima, því hann kom daginn eftir.
Oddur læknir Hjaltalín hafði sagt, að fylgjan sín væri lítill, svart-
ur hundur, með hvítan díl í rófunni. Fyrri kcna hans var dönsk hirð-
mey, og kyntist hann henni fyrst á þann hátt, að hún var veik í fæti;
en bróðir hennar, er var skólabróðir Odds, bað hann að lækna systur
sína, er aðrir læknar gætu ekki. Gerði Oddur það, og henni batnaði.
Eitt sinn sem oftar kom Oddur til hennar kveld eitt, og segir hún þá:
»Mér þykir það skrítið, að ég er tvisvar búin að sjá lítinn hund svart-
an, með hvíta stjörnu í rófunni, á undan þér, og það hlýtur að vera
fylgjan þfn.« Þessi hefðarmey, fædd Bojesen, varð kona Odds. Hún
var af tignum ættum, og merkiskona mikil. Oddur Hjaltalín bjó bæði
í Grundarfirði og á Berserkjahrauni í Helgafellssveit, en síðast í Bjarn-
arhöfn í sömu sveit, og þar andaðist hann árið 1840. Eins og áður
er sagt, var kona Odds bæði mikilhæf og góð, og svo látlaus, að hún
skamtaði sjálf í askana, og kastaði út á pottinn, og tjáði sig við öll bú-
störf, sem bóndakona væri.
Sendingar, er eiga að fylgja ættum í 3. og jafnvel í 9. lið, eru
þannig til komnar, að sá, er býr út sendinguna, gerir það af heift
við ættina, að vekja upp draug. .Hjón suður í Kjós áttu dóttur gjaf-
vaxta. Vinnumaður legst á hugi við hana, en stúlkan vill ekki heyra
hann né sjá, og foreldrarnir ekki heldur. Þá reiðist vinnumaður mjög,
og sendir henni draug, með þeim ummælum, að hann skyldi fylgja
ættinni í 3.—4. lið. Nafn draugsins var Móri, af því hann var í mó-
rauðri úlpu. Nú verður dóttirin prestskona á Setbergi í Eyrarsveit, því
hún giftist séra Jóni Benediktssyni. Þau áttu mörg börn, Benedikt Ga-
bríel, Jón og margar dætur.
Jón prestsson var mikill söngmaður, svo mikill, að ég hefi aldrei
á æfi minni heyrt eins fagra rödd úr nokkrum mannsbarka, að und-
anteknum verzlunarmanni Suhr, er var í Rvfk. En sá var þó munur-
inn, að rödd hans var fáguð og prýdd í skólum sönglistarinnar, en
Jón kunni engar reglur í söng. En eigi að síður var röddin átakan-
lega fögur, og allar þær »trillur«, sem hann gat búið til upp úr sér,
það sætti undrum. Því þótt kirkjan væri full af syngjandi fólki, beyrð-
ist ekkert til þess, þegar Jón byijaði.
Það var á einu hausti, að haldinn var einhver hreppsfundur í
Grundarfirði, og voru allir komnir af stað, nema Jón prestsson. Var
hann að vanda beðinn að syngja, sem hann líka var fús til. Fáein
börn af næstu bæjum höfðu komið til leika. Þau voru öll úti á flöt.
Einn af þeim var Jónas frændi, nú í Ameríku. Fór móðir mín út í
skemmu, er stóð kippkorn frá húsinu, einungis fáa faðma, til að sækja
rjóma í kaffi, er Jón prestsson átti að fá. Þegar hún kemur út úr
skemmunni, sér hún strákhnokka á skemmumæninum, er rær bakföll-
um svo mjög, að hryggurinn nam við skemmuþakið. Hún kallar og
segir: iLáttu ekki svona, strákur, þú getur hryggbrotið þig.« Heldur
hún, það sé Jónas. Þá rennir hann sér öfugur ofan og hverfur. En