Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 63
139
Mót eftirlaunum æst ég fer —
það alþýðuna lokkar,
um embættlinga ég úteys mér,
ef ybba sig þeir hnokkar,
kjördæmið er mér annast um,
öllum verð ég mót bitlingum,
nema því, sem þarf til okkar.
Eg rausa’ eitthvað um útlent vald
og auðvald hinu megin,
um andstæðinga afturhald
verða orð mín lítið þvegin,
svo þetta gamla um þjóðræði
og þingræði og sjálfstæði —
þeir gleypa þetta, greyin.
Eg veit að þetta’ er bara bull
og bannsett orðagjálfur,
af þessu’ er nú samt þjóðin full,
það sér hver meðalkálfur,
á flestu vinnur vaninn svig —
ég veit það kemur fyrir mig,
ég trúi sumu sjálfur.
Flokkurinn, það er þjóðarsalt,
þjóðfrelsis, sannleiks vígi,
hans skoðun rétt um eitt og alt
á öllu málsins stigi;
en alt það sama, auðvitað,
ef andstæðingur segir það,
er bölvað bull og lygi.
Og ef ég, karl minn, kemst á
þing
að kosningunum loknum,
þá sver ég, þó ég sveimi í kring
með samvizku í skrokknum,
að hvítt sé svart, og svart sé
hvítt,
og satt sé logið, gamalt nýtt —
ég verð að fylgja flokknum.
Svo eining flokksins ei sé raup,
sem enginn nokkurs metur,
verður að hafa hrossakaup,
þá hrifsar hver sem getur;
ég fæ mér svona sannfæring
um sitt og hvað, sem dugar
þing —
nema’ einhver bjóði betur.
það er þægilegra í þingsalnum,
en þrauka’ í for og sudda;
og þörf er mér á þinglaunum,
því þarna er tóm mín budda.
Ráðherra' á endanum — eða hvað ?
Ekki er ég verri en... Nóg um það!
Gefðu’ okkur kaffi, Gudda!
SIGFÚS BLÖNDAL.