Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 27
103
vinnukonurnar að mæla eftir mér og sögðu, að það væri ekki von,
að ég gæti það, og mamma dálítið líka. En hann bað þær að
skifta sér ekkert af því. Ja, hvað átti ég að gera? Það var vani,
að hlýða pabba, og ég þorði ekki að segja, að ég gæti það ekki.
Hann var ekki byrstur, en alvarlegur, og sagði mér að ganga hægt,
gæta að því. Ég fór á stað, og hugsaði mér að gera eins og hann
sagði. Ég hafði aldrei gengið ein í myrkri fyr. Þá segir hann: »Vittu
nú einu sinni til.« Ég gerði þetta, en þegar ég kem að eldhúsborð-
inu, sýnist mér mannsandlit við hinn endann á borðinu. Tunglsbirta
var dauf, og lagði birtuna skáhalt inn um gluggann. Nú lá mér við
að hljóða hátt, — nei, pabbi hlustar, hugsaði ég. Gríp ég svo hlut-
inn, sem ég átti að sækja (það var hamar), og ætla nú að hlaupa.
En þá kom mér pabbi í hug, og ég reyni að ganga hægt, en pipr-
ingur var í mér, er ég kom inn. Þakkaði pabbi mér fyrir, og gaf
mér rúsínur. Þetta var á vökunni, og alt fólkið sat við vinnu sína
og starði á mig, þegar ég kom, því það vissi, hvað ég var myrk-
fælin.
Nóg var af draugasögum á hvers manns vörum, og huldufólk var
í hveijum hól, já, í steinunum líka. Ef einhver saga, sem Stefán bróð-
ir minn las, entist ekki alla kvöldvökuna, var undir eins byrjað að segja
þessar vitlausu sögur, sem faðir minn kallaði þær; en mömmu þótti
gaman að þeim. Fór þá pabbi að segja sögur í gagnstæða átt, að
hann hefði oft heyrt og séð ýmislegt undarlegt, en undireins og hann
hefði rannsakað það, hefði alt orðið náttúrlegt, og svona væri það
ætíð. En seinna, er ég var orðin fullorðin, fann ég, að hann var
þó ekki laus við að trúa sumu. En vegna barna sinna þóttist hann
engu trúa.
Mikið var í þá daga af þessum svo kölluðu fáráðlingum, sem ekk-
ert vissu annað en það, að guð hefði skapað þá. Man ég eftir kerl-
ingu, sem hét Katrín. Maður hennar hét Asmundur. Þau bjuggu und-
ir Kirkjufelli, á bænum Hlein. Kerling sú kunni að prjóna, og annað
ekki. En hún kunni að ganga í kletta. Á Kirkjufelli eru klettabelti
mörg, og sumstaðar breiðir stallar, grasi vaxnir, á milli beltanna. Og
þangað sóttu kindur á haustin. Nú vantaði Árna sýslumann í Kross-
nesi sauð mikinn, og þóttust menn sjá hann á einum stallanum. Hlein
er skamt frá Krossnesi. Sendi sýslumaður eftir kerlingu og spyr hana,
hvort hún vilji reyna að ná í sauðinn; en fyrir hvern mun megi hún
ekki hætta lífi sínu. »Af þessum stalli er mér hægt að ná kind,« seg-
ir kerling. fer á stað og heim. Snjóhrafl var á jörðu og dáh'tið frost.
Kerling kemst á stallann, og ýtir kindinni niður á annan stall. Kemur
þá örn og hremmir klónum í föt kerlingar, svo hún hrapar ofan fyrir,
og þar fljúgast þau á, unz kerling hrapar alla leið niður á jafnsléttu.
Enginn sá þetta, nema bóndi hennar, og heldur, hún sé steindauð.
En svo var þó ekki. En meðvitundarlaus var hún litla stund. Samt
getur hún staulast heim. En örninn var dauður, og varð karl að
skera fataleppana utan af klónum. Kerling lá í 3 daga, en var þá
batnað, og hvergi beinbrotin. Sauðurinn hafði, meðan áflogin stóðu
milli arnar og kerlingar, hrapað, og var dauður. En eigi að síður
sendi Árni sýslumaður kerlingu 4 rd. (= 8 kr.), blessaður höfðinginn.