Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 22
98 frá Skaftáreldum«). Þá gaf Kristín þessi Bjarna amtmanni þráðarlegg, sem hún hafði sjálf spunnið. Og þegar amtmaður kom heim, gaf hann konu sinni, frú Þórunni, legginn, og sagðist hún hafa saumað með þeim þræði hnappagöt á klæðisföt amtmanns. Miður þykir mér það sæma slíkri hefðarkonu, sem móðir mín sagði Kristínu vera, að láta hana drekka tvímenning með séra Jóni; því ég efast um, að hún hafi bragðað brennivín, og því slður borið það á sér. Hefði móðir mín lifað, mundi henni hafa mislíkað þetta stórum; því hún var samtíða henni fyrsta veturinn, sem hún var gift föður mínum, meðan hann bygði hús sitt, og hældi hún henni sem merkiskonu, er verið hefði sérlega góð manni sínum og eftirlát. Já, já, þá sný ég mér að þræðinum aftur. Aldrei var undið á annað en leggi, nvorki skóþráður né hör. Því hör var hafður í stað tvinna, nú á dögum, er nú fæst í hverri sölubúð. En þá fékst hör í búðunum, og var hann spunninn, til þess að gera spariskó, en hesp- aður og litaður svartur úr brúnspón og »viktrióli«, áður hellulitur kæmi. Var hann þá hafður ýmist eða þá sortulitur. Sortuliturinn var þannig: Tekin var sorta, er sumir kölluðu at; það fæst í mýrum, en þó ekki öllum. Það er svartgræn leðja, svo þykk, að hún varla hnígur. Var þetta nú geymt í potti eða bala, og veitt upp úr mosi og önnur ónýt efni. Síðan var tekið sortulyng og látið liggja í köldu vatni, mig minnir einn sólarhring. Svo var það sett á eld með nægu vatni og soðið 2—3 tíma. Þá var atinu steypt út í pottinn, og átti nú, að mig minnir, að sjóða 4 tíma. Þá var vaðmálið látið niður í, og soðið enn 3 tíma. Litur þessi var aldrei viðhafður hjá foreldrum mínum, það ég man, nema tvisvar sinnum. Og ég man, að mamma sagði, að þetta væri ekki tilvinnandi, hvorki vegna eldiviðar né tímaspillis, að verða að standa þarna allan daginn, til að hræra i. Ég man, að hún gerði það úti, og varð vaðmálið kolsvart. En það hélt ekki lit; því þegar klæðnaður úr þessu vaðmáli fór að snjást, varð hann mórauður. Og ég man eftir fatadyngjum, sem karlar og konur voru að koma með til mömmu, til þess að dekkja þvi í eftirlit, er hún litaði brúnspónslit. í’að var að biðja að dekkja þessum buxum, þessum silkiklút, þessu vesti. — Almenningur éignaðist alls ekki þennan lit fyrst framan af. Hann þótti of dýr. Og svo þessi sífelda hugsun, sem líka réði mestu um, að nota alt af jörðunni, sem unt væri; að lita gult úr sóley og' heim- ilisnjóla (heimulu), og ögn af álúnsdufti saman við; grænan lit með því, að dýfa gulu ullinni ofan í ,indígólit; rautt með því, að sjóða dúkinn, ullina, eða hvað það nú var, í fjallagrösum, láta það síðan liggja í kúaþvagi viku eða meir, og varð það þá rautt. Auðvitað varð sú rauða ekki fögur, en fullgóð þótti hún þá í svuntudúka og ýmislegt annað. Einu sinni óf ég gólfábreiðu, sem í voru tómir íslenzkir litir; og mosalitabar randir voru líka í henni, og einnig svartar. Sendi ég það suður í Rvík og lét vefa í hegningarhúsinu. Það eru nú ekki meira en 28 ár síðan. Gólfábreiða þessi þótti falleg, þótt ekki gæti maður sagt, að litirnir væru fagrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.