Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 16

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 16
92 Pessir smælingjar, gerlarnir, láta mikið til sín taka, og eru oft stórvirkir, þótt smáir séu, bæði til góðs og ills fyrir aðrar lífsverur á jörðinni. Sumir valda veikindum og dauða, en ekki ætla ég mér að fara út í þá sálma. Pað stendur læknunum næst. Pótt skað- legu gerlarnir geri oft mikið tjón, þá er það gagn, sem hinir vinna, svo miklu, miklu meira. Eg hefi áður bent á hið mikla starf sumra geriltegunda í þarfir annarra lifandi vera. Og óhætt mun að fullyrða, að þekking vor á störfum þessara »þörfu« gerla er afarófullkomin. Mjög er það líklegt, að störf rótargerlanna og ýmsra annarra séu miklu stórkostlegri og miklu þarfari öðrum lífsverum. en nokkurn grunar. Rotgerlarnir hafa þegar verið nefndir, og drepið hefir verið á störf þeirra, að sundra leifum dauðra jurta og dýra, eða að stuðla að hringrás næringarefnanna. Einkum er það nauðsynlegt, að kolefnið og köfnunarefnið séu í stöðugri hringrás. Það er fremur lítið til af efnum þessum á jörð- inni, af kolefni nálægt 0,2 °/o og af köfnunarefni (að köfnunarefni loftsins meðtöldu) um 0,02 °/o, miðað við efnismagn jarðarinnar. Náttúran verður því að gæta allrar hagsýni, að því er efni þessi snertir. Græna jurtin lifir á ólífrænum efnum; hún verður að hafa nægilega kolsýru, til þess að geta framleitt kolvetni, og hún verð- ur að fá nægilegt köfnunarefni, til þess að búa til eggjahvítuefnin. Dýrategundirnar lifa af efnum þeim, sem græna jurtin framleiðir; og svo étur hvert dýrið annað. Pegar jurtirnar og dýrin deyja, eru efnasamböndin í þeim komin út úr hringrásinni, ef þau verða ekki öðrum dýrum að bráð. Og ef það héldi áfram lengi, mundi glatast svo mikið af kolefni og köfnunarefni, að vel gæti svo far- ið, að skortur yrði á þeim; og þá mundi lífsverum jarðarinnar fækka. En hér koma rotgerlarnir til sögunnar. Peir ráðast á visnu jurtina og dauða hræið, og vinna með atorku að sundrun efnanna. Peir kljúfa hin margsamsettu lífrænu efni í sundur, og linna ekki fyr, en þau eru sundurleyst í ólífræn efni. En þá geta þau aftur orðið grænu jurtinni að bráð, og hringrásin byrjar á ný.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.