Eimreiðin - 01.01.1917, Side 1
Maður og kona.
Eftir prófessor LÁRUS H. BJARNASON.
Ég stend hér aö beiðni Kvennafélags og Kvennréttindafélags,
enda hafa forstöðukonur þeirra félaga fengið mér yrkisefnið. Ég
kalla erindið mann og konu, en get því miður ekki gefið
neina von um að verða jafnskemtilegur og Jón Thóroddsen. Ég
tala um afstöðu karls og konu a ð 1 ö g u m og aðallega um af-
stöðu húsfreyju til bónda og barns m ó ð u r til barns f ö ð u r og
og hvors um sig til sameiginlegra b a r n a.
Éað er nú svo komið, að konur eiga hér á landi yfirleitt
sömu réttindi að lögum og karlar. Pær ráða sjálfum
sér og fé sínu sem karlar, erfa sem þeir, eru embættisgengar sem
þeir, og hafa pólitísk réttindi og rétt um sveitastjórnarmál á borð
við þá. Pær eru jafnvel að sumu leyti frjálsari að lögum en karl-
menn. Pær eru yfirleitt lausar við svokallaðar kvaðir eða ýms
skyldustörf í almennings þarfir, sem venjulega fylgir annaðhvort
engin borgun eða örlítil. Pannig eru konur t. d. leystar undan
kjörgengi til landsdóms og þurfa ekki að taka við kjöri til bæjar-
stjórna eða hreppsnefnda fremur en þær vilja.
Aðalmunurinn á réttindum kvenna og karla kemur nú fram
í afstöðu húsfreyju til bónda og móður og föður til óskilgetins
barns. Og hallast þar sitt á hvert, sumstaðar á konuna, sum-
staðar á karlmanninn og ekki sízt á barnið.
YfirLeitt gilda sömu giftingarsjíilyrði fyrir konu og karl.
Þó er þar nokkur munur á. Kona er hjúskapargeng 16 ára eða
4 árum fyr en karl, og mundi það vera full-lágur aldur, þótt enn
lægri sé með nokkrum þjóðum. Pað bætir um, að hvortveggja
i