Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 3
3 hans. Hins vegar er bóndi einfær um, að taka á sig ábyrgð á skuldum konu sinnar og afsala sér trygging í eignurri hennar, Munur þessi er lögmæltur til varnar húsfreyju, er búast mætti við, að yrði ella, einkum meðan hún væri að læra að fara með ný- fengið fjárræði, — það er ekki nema 15 ára gamalt — full- talhlýðin og eftirlát bónda sínum að þessu leyti. En þó að húsfreyja sé þannig í orði kveðnu jafnráð bónda síhum um fjármál, hafi hún aldur til, þá er þó í rauninni m i k i 11 munur á fjárráðstöfunarvaldi hennar og bónda hennar, meðan bæði búa saman með venjulegu móti. Að vísu verður beggja, sem annars var, þegar er vígslumaður hefir lýst hjónaefnin hjón. Brúðurin eða brúðguminn, sem ekkert átti áður, eignast nú allar eigur hins að hálfu leyti. En þó að brúðurin hafi lagt í búið alt annað en föt brúðgumans, og jafnvel þau líka, þá tekur bóndi samt við búsforráðum og má yfirleitt fara með þau eins og hann ætti alt einsamall, en hún ekkert. Eg segi, að bóndi taki við búsforráðum og hafi þau á hendi, og á með því við það, að hann stjórnar félagsbúi þeirra hjóna eða sameign þeirra; en það merkir ekki ávalt allar eignir beggja hjóna. Hvort um sig getur átt séreign, meiri eða minni. Og s é r eign hvors um sig er yfirleitt undir sérumráðum séreiganda, ekki síður húsfreyju en bónda. Hafi húsfreyju t. d. verið gefin jörð eða hún arfleidd að jörð með því-skilyrði, að séreign skyldi vera, þá ræður húsfreyja henni ein, sé hún fjárráð, en ella sá forráðamaður, er henni kynni að hafa verið settur. — Á líkan hátt ræður húsfreyja ein því, er hún vinnur sér inn, t. d. með kenslu eða saumum. Hún ræður ein slíku sjálfsaflafé og því, sem hún hefir keypt fyrir það, hversu ung sem hún er. fó getur hún ekki ráðstafað nema helmingi þess eftir sinn dag. Það kemur til af því, að bóndi hennar á það í raunirini að hálfu leyti, enda þó að það sé alt í einkaumráðum hennar í lifanda lífi, að sínu leyti eins og húsfreyja á hálft félagsbúið, enda þó að það sé í um- ráðum bónda. Bóndi hefir þó ekki alfrjáls umráð yfir félagsbúinu, ræður því ekki ö 11 u, eins og hann ætti það einn. Að vísu ræður hann því í sínu nafni og getur ekki konu sinnar, eða þarf ekki að geta hennar, þegar hann ráðstafar eignum þess, selur eitthvað eða kaupir eitthvað til búsins. Og ekki þarf bóndi heldur að gjöra konu sinni reikning ráðsmensku sinnar yfir félagsbúinu, þegar hann 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.