Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 14
14 Mildi viö einn hefir hingað til ekki þótt ettirbreytnisverð, hafi hún þurft að vera samfara ómaklegri harðýðgi eða ójöfnuði við annan. Að minsta kosti þótti hann ekki ýkja réttlátur' dómarinn, sem dæmdi höfuðið af bakaranum fyrir morð, sem járnsmiðurinn hafði framið. En meðferðin á óskilgetnu börnunum, sérstaklega á svokölluðum hórbörnum, er ekki öllu réttlátari. Hvortveggja meðferðin er ómakleg. Hvor um sig lætur sýknan líða fyrir sekan. En dómarinn hafði sér þó það til máls- bóta, að bakararnir voru tveir í þorpinu, en járnsmiðurinn ekki nema einn, og án járnsmiðs gátu »þorpararnir« ekki verið. En hvað mundi oss geta gengið til, að fara illa með óskilgetnu börnin og mæður þeirraf Afraksturinn af þeirri meðferð er alstaðar sjálfum sér líkur, meiri barnadauði og yfirleitt ónýtari og verri borgarar. Og þessi eftirtekja er ekki bráðabirgða-uppskera. Hún tollir oft að meira eða minna leyti við eftirkomendurna. Gömlu mennirnir trúðu því, að ilt væri jafnvel í ætt gjarnast. m Meðferðin á óskilgetnu börnunum er jafnvel enn ranglátari en á bakaranum, því að hlutskifti þeirra er þeim nærri því ennþá ósjálfráðara, en hlutskifti hans var honum. Hann hefði haldið lífi og limum, ef hann hefði haft vit og kjark til að forða sér í lögsagnarumdæmi, sem öruvísi var ástatt í, en óskilgetna barninu bjargar tæplega skemmri flutningur en á annan hnött, því að hérna megin eru allir Jónar iafnir, allir dómarar jafn-réttdæmir í því efni. Meðferðin á óskilgetnu börnunum er jafnvel enn hættulegri þjóðfélaginu en rangur líflátsdómur. Jafnmiklar öfgar og bakara- dómurinn mundu bráðlega drukna í eðlilegum afturkipp jafn- óvenjulegrar óhæfu. En löng sambúð við daglegt ranglæti sljóvgar réttlætistilfinningu einstaklings og almennings, og eyðir oft jafnframt öðrum góðum mannspörtum. En það kennir víðar harðýðgi, misréttis og jafnvel ranglætis í lögum vorum en hér, og þótt ég hafi nú í rauninni lokið við yrkisefnið, þá mætti ég þó ef til vill benda væntanlegu nýju starfskröftunum á tvö viðfangsefni, sem altaf hafa verið þyrnar í augum mínum, en það eru refsilög vor og réttarfarslög í svo- kölluðum sakamálum. R e f s i 1 ö g vor byggjast að miklu leyti enn á gamla Gyðingalögmálinu: »Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn«. Stytti illa uppalinn, oft líklega hálfruglaður, aumingi, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.