Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 16

Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 16
IÓ jafnvel ver með sakborinn mann en kindur, sem bíða hnífsins í skurðar- kvínni. Pær eru látnar óáreittar. En utan að sakborna manninum setjast oft fleiri eða færri sjálfkjörnir vandlætingamenn, menn sem mega ekki vamm sitt vita — á pappírnum, og kroppa og kroppa því í ólánsmanninn og jafnvel ættingja hans, svo sem þeir hafa vit og gogg til. Svona er farið, eða réttara sagt, má enn fara með sakborinn mann hér á landi — sé hann ekki ráð- herra. Sé hann það, verður að fara með mál á móti honum líkt og með skuldamál, jafnvel þótt hann þætti sekur um landráð. Og ég lasta það ekki, þvert á móti. Ég hefi ásamt öðrum komið því á. Og það ei rétta meðferðin. En hví er þá ekki farið eins með alla sakborninga ? Hví hefir yfirleitt ekki verið bætt úr þeim brestum, sem hér hefir verið minst á. — Ég hefi fengist við löggjafastörf í 13 ár og ætti því að geta haldið uppi frambærilegri vörn fyrir löggjafann eða a. m. k. fyrir sjálfan mig. En ég verð að játa, að ég get það ekki. í*ó mun á alþingi 1902 hafa verið borin fram tillaga í þá átt, að bæta dómaskipunina og réttarfar í refsimálum, — mig minnir að ég bæri hana fram, — en hún varð úti þá, og hefir ekki reist höfuðið frá koddanum síðan. Má vera, að það valdi nokkru um, að flest þingin hafa verið að meira eða minna leyti baráttuþing. Á slíkum tímum hættir þeim, sem í stríðinu standa, til að gleyma réttlætinu, jafnvel gagnvart þeim, sem þeir eiga ekki í höggi við, eða svo sýnist mörgum nú. Pó hefir æði margt verið gjört til umbóta hér í landi, síðan vér fengum sjálfræði, og karlmönnunum mun hætta til að þakka sér það. En margt er samt óbætt enn, auk þess, sem hér ér getið. Kvennfólkið þarf því ekki að kvíða verkefnisleysi, meti það að nokkru nýfenginn kosningarrétt og kjörgengi til alþingis. Filippus hefir aftur látið Alexander nóg verkefni eftir. Pað er enginn vafi á því, að konur hafa óbeinlínis komið ýmsu góðu til leiðar einnig í löggjöf vorri. Pær hafa sumar vafa- laust þar átt ekki alllítinn þátt í sumu, sem karlmönnum er eignað. En mundi þó ekki meira hafa verið að gjört, ef konurnar hefðu sjálfar lagt hönd á plóginn? Mundi ekki hugsjónunum vera eitthvað líkt farið og blómunum ? Mundu þær ekki, eins og þau, dafna bezt og bera beztan ávöxt í þeim jarðvegi, sem þær spruttu upprunalega í? Pað hafa finsku konurnar auðsjáanlega

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.