Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 18

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 18
i8 Hvað sem manndráps líður lögum, landsins auðið sýnist mögum, eyða þeim með einum róm. Andi þeirra yrði ei kringur, ef að sérhver lögfræðingur neitaði að kveða upp dauðadóm. Mun ei ærin ógn sú vera, innra sem að hlýtur bera manndráparinn eftir á? Hjartafriður hans er brotinn, hugsun lömuð, viljinn þrotinn, hvergi stoð né styrk að fá. Hann, sem dregst með, dult þó ynni, dauðaglæp á vitundinni. lífs öll gæði lét í veð. Sjálfs ei notið svefnsins fær hann, samvizkan á brjóstið slær hann ásökunar ópi með. Og í friði aldrei lætur, allar lífsins gleðirætur nagar ormur nótt og dag. Sífelt má hann um sig ugga, óttast jafnvel sjáifs síns skugga. Titrar hvert við hjartaslag. Hugarsjónir betri blinda blakkar vofur dtýgðra synda, skyggja á vonar skærast ljós; nísta sál og næði banna. Næturkuldi sjálfskapanna myrðir hverja manndómsrós. Mun ei dauðadæmdum fanga dapurleg hin síðsta ganga aftökunnar út á þing, þar sem laga-þjónar standa þyrping í til beggja handa, eins og hrafnar hræ í kring? Mun ei sárt frá lífi og ljósi leiddur vera burt að ósi dularþrungins dauðaflóðs ? Alt, sem laðar, eyðist, smækkar. alt, sem skelfir, rís og stækkar; hitann æsir hjartablóðs. Mun ei þungt að þurfa að bera þvílíkt ok, og sviftur vera sætleik ástar sólarskins, þegar bæði innra og ytra allir lífsins strengir titra, brendír snerting böðulsins? Hvað mun valda harðstjórn slíkri ? Hví eru lögin ekki mýkri tvítugs aldar til hjá þjóð? Hrædýrseðli heiftarfjanda, hefndarþorsti víkingsanda hví vort enn þá eitrar blóð? Munu nokkra huggun hljóta hjartans eða friðar njóta ástvinir hins myrta manns, þó að stökt sé yfir alla ólaganna fórnarstalla volgu blóði vegandans? Aumka ber, en ekki hata, undirlægju blindra hvata, stjórn er missa á sjálfum sér. Sjáandanum samir eigi sjónlausum á tæpum vegi hrinda, þar sem hættast er.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.