Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 29
29 heima og geima og reykt sig syfjaöa. Peir töluöu um styrjöldina fram og aftur og um blóðblöndun Dana og íslendinga. Þeir töluöu um Albert Thorvaldsen og list hans, og Niels Finsen og ljóslækningar hans, þessi íslenzk-dönsku mikilmenni og störf þeirra í þarfir mannkynsins. En þegar Gunnar háttaði um kvöldið, þá var hann ekki að hugsa um ljóslækninn mikla, sem hafði tendrað ljós lífsgleðinnar í sálum fjölda manna. Og ekki hugsaði hann um listamanninn, sem með ódauðlegum listaverkum sínum glæddi ást þjóðanna á hinu fagra og guðdómlega. Hann hugsaði án afláts um Gözku, pólsku stúlkuna, útskúfaða, föðurlausa, — með dökku.’dreymandi augun, sem sendu geisla inn í hugskot hans, frá göfugri, líðandi sál. Haustið var komið. Skógurinn var farinn að fella laufið. Og þegar geislar kvöldsólarinnar leiftruðu í hálffölnuðu skógar- liminu, þúsundlita, glömpuðu á rúðunum á vesturhlið hússins — hvítmálaða, með rauða þakinu, — umkringt skógi, þá fyltist hugur- inn kyrð og friði. Og þegar síðustu farfuglarnir sungu kveðju- söngva sína, fyltist hjarta hans söknuði og þrá. Gunnar hafði verið að plægja allan daginn. Og jafnóðum sem plógurinn velti strengnum fæddust nýjar hugsanir og gamlar dóu. Pann dag talaði hann við Gözku í fyrsta sinni. Hestarnir höfðu staðnæmst alt f einu. Hann reiddi svipuna. »Ekki að berja,« var sagt með þýðri rödd. Gazka var komin með miðaftanskaffið handa Gunnari. Hann barði ekki hestana. Tók hafrapokana og lét þá fara að éta. Síðan settist hann á plóginn. Og um leið og hann drakk kaffið, virti hann Gözku fyrir sér og hugsaði um hana. Aldrei höfðu þau talast við, aldrei verið ein saman fyr. Og þó vissu þau, að þau skildu hvort annað og voru vinir, betri vinir en flestir aðrir, sem því nafni nefnast. Og þau þektu hvort annað, eins og hann þekti sjálfan sig — og hún sig. Þau þögðu bæði stundarkorn. Báðum flaug þeim það sama

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.