Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Page 37

Eimreiðin - 01.01.1917, Page 37
37 hafa verið að sökkva ýmsum skipum upp á síðkastið. Blaðið veit með vissu um þrjú dönsk skip síðasta mánuðinn. Eitt þeirra var >Uranía.« — Og hugurinn flaug til Gözku. Síðasti dagurinn á spítalanum. Hann hefir kvatt systurnar og kunningja sína á spítalanum. fað er aðfangadagskvöld og hann er boðinn til íslenzkra hjóna um jólin. Otal hugsanir fæddust í huga hans á leiðinni þangað. Honum er þungt í hug, því enn hefir hann ekkert frétt af Gözku. En það er aðfangadagskvöld. Hann er á leiðinni í heimboðf Og hann á að vera kátur og glaður. Hjónin tóku á móti honum með opnum örmum. — Hann talaði við þau langa stund, altaf um ísland, bara ísland. — En nú átti að fara að kveikja á jólatrénu. Bráðum mundi >Heims um bóU hljóma um stofurnar. Gleðin skína á hverju andliti. Friður búa í huga hvers manns. »Jólabréf« sagði húsbóndinn brosandi. »Pað var sent með það frá spítalanum.c Hönd Gunnars skalf, þegar hann opnaði það. Pað var frá Hábæ. Hjartað barðist ákaft um í brjósti hans meðan hann las það: Hábæ a*/x2 1914. »Kæri Arnar! Gazka er mikið veik. Pað hafði gleymst að senda skeytið frá gistihúsinu — og það kom of seint. Við höfðum lesið í blöðun- um um afdrif »Úraníu.< Og töldum víst, að þér hefðuð verið með. Gazka komst að þessu. Hún fékk snert af hjartaslagi.. Pað varð að skera utan af henni fötin. Við heldum, að hún mundi deyja í höndunum á okkkur. Hún lá lengi með óráði og hita og talaði án afláts um yður. Nú er henni batnað svo, að hún hefir fult ráð og rænu. Hún veit nú, hvernig í öllu liggur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.