Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Side 38

Eimreiðin - 01.01.1917, Side 38
3« Hún skrifaði nokkur orð á miða, þótt hún ætti örðugt með það, veslings Gazka. Verið þér nú sterkur, Gunnar. Jólin geta orðið döpur fyrir yður og okkur öll. En þér verðið að koma hingað, kæri Gunnar. Hvergi getur yður þó liðið betur en hér — og Gazka bíður eftir yður. Yðar Marie Larsen.i Hann tók miða Gözku. Höndin á miðanum var óstyrk. Hún hafði kyst bréfið og tár hennar höfðu fallið á það. Pað vissi hann. Og hann kysti £að — oft, mörgum sinnum. — Og tár hans máðu skriftina: »Astin mín! Ég þoli ekki að skrifa mikið. Hönd mín er svo óstyrk að skrifa. Og ég á svo bágt með að skrifa á dönsku. En frú Larsen situr hérna hjá mér og segir mér til, hvernig ég á að skrifa hvert orð rétt. En það gerir minna til með það. Ég veit, að ég á ekki langt eftir, Gunnar. Komdu til mín, hjartans vinur minn! Komdu til mín — og kystu mig. Ég vil fara með koss þinn á vörunum inn í eilífðina. — Komdu og kystu Gözku þína, sem elskar þig altaf, — allar stundir.* Jólin eru liðin. Hann hafði þrýst hinzta kossinum á varir hennar. Logn. Eilíft logn. Og hiti um háveturinn. Aldrei frost. Aldrei stormur — og aldrei snjókoma. Og hugur hans flýgur norður í höf, þar sem er stormur, grenjandi norðanbylur og hörkuhríð. — Stormur, sem æðir yfir haf og hauður, og strýkir alt, — dautt og lifandi, miskunnarlaust. Hann þyrlar upp fimbulháum öldum, slítur akkerisfestar og brýtur skipin í spón, velkir líkum sjómannanna fram og aftur í bárunum. Hann keyrir öldurnar með reginafli að hömrum og klettum, myndar hella og ginnungagöp. Hann sendir freyðandi öldur langt upp eftir söndunum, glettnar og lævísar. «

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.