Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 46
46
Festamál frá 18. öld.
Þess heyrist ekki oft getið nú á tímum, að karlar og konurr
er opinbera trúlofun sína, gjöri skriflega kaupmála milli sín með
vottum, og enn síður að prestur sé þar tilkallaður, til að leggja
blessun yfir áform hjónaefnanna, eins og tíðkast hefir í fyrri daga,
samkvæmt lagafyrirmælum þeirra tíma, t. d. í Norsku lögum (3.
B. 18. kap. 11. art.) er sagt:
/»Engin trúlofun skal ske, án þess að presturinn og fimm
aðrir vottar að minsta kosti séu þar viðstaddir... . Pó skal meðal
þeirra, sem eru í Ranginum (hafa há embætti) eður af aðli, eður
og þeirra, sem aðli eru jafnir að virðingum, haldast fyrir full-
komna egtaskapar lofun, þegar hvorutveggja í nærveru sex manna,
af beggja vinum, heitir hvort öðru eiginorði, og gefur hvort öðru
fullkomið jáyrði.«
Hvort öll hjónaefni hafa fylgt þessum reglum, er að líkindum
vafamál; en telja má víst, að mörg hafi gjört það. En þess-
konar samning eða kaupmála frá 18. öld á ég, er sýnir greinilega,
hvernig festar fóru þá fram, líklega í sóknarkirkju brúðarefnis;
að minsta kosti hafa þessi hjónaefni opinberað trúlofun sína á
þeim stað, er þau áttu bæði kirkjusókn að.
Þar sem ég ímynda mér, að mörgum þyki fróðlegt að heyra
innihald skjalsins, þá læt ég það fylgja hér með, með lítið breyttri
stafsetning:
»í nafni heilagrar guðdómsins þrenningar. Anno 1775 Þann 26.
septembris, að Óspakseyri í Bitru, framfór og fullgjörðist svolátandi
hjónabands-undirbúningur eptirskrifaðra í millum, af einni hálfu virðu-
legs heiðursmanns msr. Ólafs Hallssonar, sem talaði máli æru og
sómagædds heiðursmanns Andijesar Sigmundssonar, og af annari
virðulegs heiðursmanns monsér f’óiðar Ólafssonar, er svörum uppi hjelt
vegna sinnar ástkæru dóttur, æru og sómagæddrar heiðursmeyjar
Oddhildar Þórðardóttur. En þareð velnefndur Andijes er ekkjumaður,
og 2ja skilgetinna barna, Jóns og Ásnýjar, móðurarfur er í hans búi
innistandandi, sem eptir því fyrra kaupmálabrjefi er helmingur af föstu
og lausu góssi, nær registrað var, jafnvel þótt upphæð arfsins sje ei
enn nú annríkis vegna frá hr. sýsiumanninum sr. Halldóri Jakobssyni
í Andrjesar hendur komin, þá lofar áður velnefndur Andrjes, að nefnd
börn sín, Jón og Asný, skuli hjá sjer í umgetinn móðurarf inni eiga
hálfa jörðina Skriðnessenni 8(*' að dýrleika og 1í lausafje, svo að
■hann sje viss um að þeim sje enginn afdráttur gjörður. En fjárskil-