Eimreiðin - 01.01.1917, Qupperneq 48
48
135 r<3- (27° kr.) o. s. frv. Einkadóttir þeirra Andrésar og Odd-
hildar hét Sigríður og giftist Jóni Hjálmarssyni, prests frá Trölla-
tungu; eitt þeirra barna var merkismaðurinn Lýður Jónsson, fyrr-
um hreppstjóri í Hrafnadal. Af börnum Andrésar er komin hin
íjölmenna og merka Ennisætt.
FINNUR JÓNSSON frá Kjörseyri.
Ritsj á.
ERLENDUR GOTTSKÁLKSSON: VÍSUR OG KVIÐLINGAR.
Með æfiágripi og minningarorðum. Utgefendur: Þór. Stefánsson
bóksali og Vald. Erlendsson læknir. Khöfn 1916.
fó að í kvæðasafni þessu megi finna dáindis falleg kvæði (eins
og t. d. »Við æfilokin« bls. 59, »Hugspár« bls. 61, »Úr eftir- 1
mælumc bls. 54, hið meinfyndna skopkyæði »Yfirvöldin* bls. 780. fl.),
þá verður þó ekki sagt, að það fylli neitt autt skarð í bókmentum vor-
um eða beri vott um mikla skáldgáfu hjá höf., heldur aðeins, að hann
hafi verið gáfaður hagyrðingur. í’etta virðist honum og sjálfum hafa
verið ljóst, þvf svo segir í æfiágripinu framan við kvæðin:
»í’ess ber að geta, að Erlendur ætlaðist ekki til, að ljóð hans
kæmust nokkumtíma fyrir almennings sjónir, því hann lét brenna, áð-
ur en hann dó, allstórt ljóðasafn, er hann átti í handriti. Pað, sem
hér birtist, er því ekki nema lítill hluti af ljóðum hans, aðallega
nokkrar tækifærisvísur og eftirmæli, er geymst hafa í manna minnum
og dagblöðum frá fyrri árum. Hitt alt mun algerlega glatað.«
Þar sem hér því ekki er um nema lítið hrafl af kvæðum höf. að
ræða, og mikið af því eftirmæli, vantar sýnilega nægilega ábyggilegan
grundvöll til að dæma um skáldskap hans yfirleitt. En ljóðakver þetta
er heldur ekki útgefið í þeim tilgangi, að afla höf. þess sætis sem
neinni blikandi stjörnu á bókmentahimni vorurn, heldur eru ljóðmælin
notuð sem undirstaða undir minningarmark, sem sonur og sonarsonur
höf. hafa óskað að reisá honum. Og þetta hefir þeim tekist snildar-
lega vel. Því bæði æfiágripið og minningarorðin framan við
kvæðin eru svo prýðilega rituð, að þau gefa bókinni gildi og gera
hana að fögru minningarmarki. Þau sýna svo ljóslega, að Erlendur
Gottskálksson hefir verið harla merkilegur maður í mörgum greinum,
gáfumaður og smekkmaður, glettinn, fyndinn og þarfur maður í sínum
verkahring. Og að hann hafi verið góður og skemtilegur heimilisfaðir,
bera ihinningarorð Valdimars læknis sonar hans ljósastan vott um.