Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1917, Blaðsíða 55
55 »hrint« (235) f. hrnndið. »bakbíta hvern annan« (gi) f. hver annan, »læknirinn« (62, 245) f. lækninn, »Birgir« (53: Birgir varð litið) f. Birgi, »víðirsvipur« (55) f. víðisvipur eða víðissvipur o. s. frv. Hinn ytri frágangur er yfirleitt góður, en prentvillur þó nokkrar og stafsetningarvillur, t. d. »úr skýra gulli« (49) f. sklra, »dreyfast« (101) f. dreifast, »leyta« (m) f. leita o. s. frv. V. G. VALUR: BROT. Sögur úr íslenzku þjóðlífi. Rvík. 1916 (Arinbj. Sveinbj.). í’etta er 80 bls. kver og í því 5 sögur og ein eftirhreyta, sem ekki getur kallast saga. Eru sögurnar yfirleitt tilkomulitlar og sýna eingöngu skuggahliðar, víl og volæði, og þó ekki svo átakanlega, að von sé um nokkur áhrif. Væri og ekki síður þörf á, að skrifa eitt- hvað, er miðaði til að lyfta mönnum upp úr smásálarskapnum og setja hug og kjark í þjóðina. Bezt er fyrsta sagan (»Hrólfur«), en hinar eru allar talsvert gall- aðar. í þriðju sögunni (»Örðugleikar«) er hreyft við nýguðfræðisöld- unni, en samsetning sögunnar er öll svo lausleg og hraflkend, að enginn veigur verður í henni. Kennir hér talsvert meiri hroðvirkni en í fyrstu sögum Vals (»Dagrúnir«), jafnvel í sjálfu málinu. Kemur þetta bæði fram í röngum orðmyndum og orðtækjum, t. d. ómegin sem þáguf. (»fanst B. í ómegin«, bls. 21), enti og ent (f. endaði og endað, bls. 43, 49), dragi (f. drægi, 63), smjör f. smjöri (»fullar með smjör« 66), vera litið (f. verða litið, 63), sjá til að (f. sjá um að, 62), og óvönduðu máli, t. d. bls. 55: »Og náði vatnið að renna niður í grafirnar og skola um þessi dauðra manna bein, ef rigning kom úr loftinu.« Orðið vemmilegur (bls. 34) ætti og helzt ekki að sjást ( íslenzku — nema þá sem brennimerkt eða auðkent til viðvörunar. V. G. ANNIE BESANT: LÍFSSTIGINN. Sex alþýðlegir guðspekis- fyrirlestrar. Þýtt hefir Sig. Kristófer Pétursson. Rvík 1916. í fyrirlestrum þessum er leitast við »að gera hugsandi mönnum og mentuðum ljósa grein fyrir grundvallaratriðum guðspekinnar.« Og því ber sízt að neita, að þeir séu vel samdir, hafi margt ’fróðlegt að færa og geti vakið menn til umhugsunar um mörg dularfull efni og fyrirbrigði. Og þýðingin er svo vel af hendi leyst, að nálega furðu gegnir. Stíllinn er svo léttur og lipur og málið svo hreint, að menn skyldu ekki ætla, að hér væri um erfiða þýðingu að ræða, heldur frumsamið rit eftir leikinn rithöfund. Og þó höfum vér aldrei heyrt þýðandann nefndan og vitum ekkert hvers konar maður hann er. En oss er næst að halda, að hann sé ekki skólagenginn maður, því málið er svo miklum mun betra en nú tíðkast hjá öllum þorra skóla- genginna manna, einkum í þýðingum þeirra. Aðalkjarninn í bókinni og kenningu guðspekinga er, að sýna fram á, að lff manna hér á jörðu sé aðeins stundar tilvera, sem endur- taki sig aftur og aftur, með því að menn endurfæðist hvað eftir annað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.