Eimreiðin - 01.01.1917, Síða 60
6o
Til kaupendanna.
Afleiðingar Norðurálfustríðsins mikla koma víða við, og hafa
útgefendur bóka og blaða fengið smérþefinn af þeim, ekki síður
en aðrir. kannig hefir pappír tvöfaldast í verði (hækkað um
ioo°/o) síðastliðið ár, og á máske eftir að hækka enn þá meira.
Nú um áramótin var og prentun hér í Khöfn hækkuð um 20—
30°/» og í fyrra um io°/o. Afleiðingin af þessu hefir orðið sú, að
öll blöð og tímarit hafa orðið að hækka verð sitt eða hætta að
öðrum kosti, sem sumstaðar hefir orðið niðurstaðan, ekki sízt í
ófriðarlöndunum.
Par sem nú prentun á EIMREIÐINNI hafði á undanförnum
árum smámsaman hækkað um 30°/o, frá því sem hún fyrst var,
er Eimr. hóf göngu sína, án þess að verð hennar hafi nokkru
sinni verið hækkað, var ljóst, að hún gat ekki staðist hinar stór-
feldu nýju hækkanir á útgáfukostnaðinum, án þess eitthvað væri
að gert. Pví sýnilegt var, að svo ramt mundi að kveða í ár, að
ef miðað var við hinn upprunalega útgáfukostnað, þegar verð
hvers árgangs var ákveðið 3 kr., þá mundi verð hans nú verða
að hækka upp í 5 kr., ef árg. var hafður jafnstór og útgefandi
átti að fá álíka í sinn hlut til kostnaðar við útgáfuna, eins og í
upphafi. En hætt við, að kaupendum mundi þykja sú hækkun
nokkuð gífurleg, og ýmsum falla svo allur ketill í eld við hana, að
þeir segðu upp ritinu og hættu kaupunum, máske svo margir, að
ritið yrði að hætta.
Hér var því úr vöndu að ráða, en tvær leiðir tii. Önnur sú,
sem tekin hefir verið af flestum (og eins af íslenzkum blöðum),
að hækka verðið meira eða minna, en hin sú, sem ensk tímarit
hafa valið, að halda verðinu óbreyttu, en minka í þess stað ritin
meðan á stríðinu stendur. Og þá leið hefir Eimr. kosið að halda,
þó minkunin samsvari auðvitað ekki nándarnærri kostnaðaraukanum.
Og það því síður sem Eimr. var svo ógætin að hafa síðasta árg.
(1916) rúml. */* örk stærri en að undanförnu, þrátt fyrir aukinn
útgáfukostnað. En þar hafa allir eldri kaupendur fyrirfram fengið
ofurlitla uppbót fyrir þá minkun ritsins, sem nú er ákveðin fyrst
um sinn.
Heftin í þessum árgangi verða jafnmörg og áður, en í hverju
hefti verða nú ekki nema 4 arkir, í stað 5 áður (og hver örk því
í rauninni 5 aurum dýrari en áður). Vonum vér, að allir sann-
gjarnir kaupendur sætti sig við þá ráðstöfun, heldur en að láta
árg. hækka í verði — eða ritið hætta með öllu. En verði önnur
reyndin á, þá er að snúa sér að hinni leiðinni, — eða hinni síðast-
töldu, ef því, er að skifta. RITSTJ.