Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Side 23

Bókasafnið - 01.01.1998, Side 23
nýjar sem þá mundi styðja þá kenningu að sú hefð að gefa bækur í jólagjöf væri nauðsynleg undirstaða íslenskrar barna- bókaútgáfu. Eins og við var að búast kom það nokkrum sinnum fyrir að börnin mundu ekki allar bækurnar sem þau höfðu fengið og því var einnig spurt um fjölda bóka. Það voru einkum þau eldri sem höfðu gleymt hvað þau höfðu fengið. Hver nefndur titill var sannprófaður í Gegni eða fslenskri bókaskrá en samt voru nokkrar bækur sem ekki reyndist mögulegt að gefa ákveðið heiti, s.s ef viðkomandi sagðist hafa fengið „ljóðabók”, „enska ástarsögu” eða annað í þeim dúr. Einnig komu fyrir titlar sem ekki reyndist mögulegt að sannreyna s.s. Snati og töfrateppið, Tröllið sem bjargaði prinsessunni og Kappreiðin. Jólabækur eftir aldri Tafla 4. 82,9 83,6 63 52,7 10 ára 12 ára 14 ára 16 ára □ Fábækur Hér má sjá að flest 10 og 12 ára börn fengu bækur í jólagjöf. 83,6% 12 ára barna sögðust hafa fengið eina eða fleiri bækur í jólagjöf og 82,9% 10 ára barna. Færri 14 ára börn fengu jólabók eða 63% og þessi tala er komin niður í 52,7% þegar 16 ára unglingar voru spurðir. Ástæðan fyrir því að jólabókunum fækkar svo mjög við 14 ára aldurinn á sér eflaust margar skýringar. Víða hættir frænd- fólk að gefa bækur þegar unglingurinn fermist. Þá er hann kom- inn í fullorðinna manna tölu eftir gömlu íslensku orðtæki og telst ekki til jólagjafahópsins lengur. Aðrar skýringar kunna að vera þær að unglingarnir kjósi gjarnan bækur fyrir fullorðna sem eru dýrari en barnabækumar og menn leita þess vegna annarra gjafa. Þessi kenning er studd af þeirri staðreynd að 14 og 16 ára unglingar fá fleiri geisladiska en bækur en verð á geisladiski er um helmingi lægra en á t.d. íslenskri skáldsögu. Enn má benda á það sem hugsanlega skýringu að bækur séu einfaldlega ekki á óskalista þessara ungmenna og þeir sem gefa gjafir velja þá frekar eitthvað sem meira höfðar til þeirra sem gjafirnar eiga að fá. 3,1 Fjöldi jólabóka Þegar skoðað var hversu margar jólabækur lentu í pakka 10 ára barna kom í ljós að þau höfðu fengið að meðaltali 2,67 bækur ef þau fengu bækur á annað borð. Sé þessum bókafjölda jafnað á allan hópinn, gefur það 2,2 jólabækur til hvers 10 ára barns. 12 ára börnin sögðust liafa fengið sem jafngildir 2,58 jóla- bókum á þá sem fengu bækur yfirleitt. Þessi tala jafngildir 2,15 bókum á hvern einstakling sé bókunum jafnað á allan hópinn. Sé þeim fjölda bóka sem 14 ára unglingar höfðu fengið jafnað á allan hópinn gefur það 1,3 bækur að meðaltali eða 2,11 bækur á þann hóp sem fékk einhverjar bækur. Þær bækur sem 16 ára unglingarnir töldu sig hafa fengið jafn- gilda því að hver einstaklingur hafi fengið 0,9 bækur eða tæp- lega eina bók á hvern ungling. Sé þessum bókafjölda dreift á þá sem fengu bækur fáum við meðaltalið 1,7 á hvern einstakling. Sé skoðaður allur hópurinn eða öll 708 ungmennin sem svöruðu þessari spurningu má sjá að 29,4% (208) fengu enga bók, 25,8% (183) fengu eina bók og 44,8% (317) fengu fleiri en eina bók í jólagjöf 1996. Sá fjöldi bóka sem allur hópurinn sagðist hafa fengið í jólagjöf er alls 1172 bækur sem jafnast út á 708 börn og unglinga með meðaltalinu 1,65 bækur á hvern einstakling. Sé þessum bókafjölda aðeins jafnað á þá sem fengu bækur, gefur það 2,34 bækur á hvert það barn og ungling sem fékk jólabók í pakkann sinn. Alls fengu 46 einstaklingar eða 6,5% alls hópsins fimm bækur eða fleiri í jólagjöf. Það skal nefnt hér sérstaklega að í þessum tölum er miðað við hversu margar bækur hver einstaklingur sagðist hafa fengið enda þótt hann gæti ekki nefnt þær allar. Séu aðeins teknar þær bækur sem unga fólkið gat nefnt og hægt var að sannreyna, lækka þessar tölur dálítið. Marktæk tengsl komu fram milli þess að fá bók í jólagjöf og þess að lesa. Skýringin getur verið sú að þau börn sem hafa áhuga á að lesa fái frekar bækur en hin sem ekki hafa áhuga á bókum. Einnig getur verið að þau börn sem fá bækur séu líklegri til að lesa um jólin en hin sem engar bækur fá. Tengslin gefa ekki til kynna hver skýringin kann að vera. 3,2 Kynjamunur Eins og áður er fram komið eru stelpur afgerandi meiri lestrar- hestar en strákar og því var skoðað hvort fram kæmi kynja- munur hvað varðar jólabókagjafirnar. Einkum var kannað hvort samsvörun væri milli þess að stelpur eru áhugasamari um lestur og þess að þeim væru gefnar bækur um jólin. Tafla 5 Jólabækur eftir kyni (%) [] Strákar □ Stelpur Þótt einkennilegt megi teljast þá fá strákar frekar bækur í öllum aldurshópunum nema 10 ára. Þar fá 89,8% stelpna jólabækur en BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 23

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.