Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Page 41

Bókasafnið - 01.01.1998, Page 41
viðurkenningaskjala og verðlauna. í þeim greinum sem ég hef lesið um sumarlestur virðist svo sem allir fá eitthvað smálegt ef þau ná tilteknum markmiðum. Við höfum þann háttinn á að vera með „happdrætti“ hvern miðvikudag. Þau sem koma í safnið afhenda miða og dregið er úr þeim að lokinni dagskrá. Verðlaunin kosta ekki mikið en gleðja samt. Lokadaginn er svo dregið úr öllum miðum og tvenn bókaverðlaun veitt. Á hverju námskeiði hafa þátttakendur verið unt áttatíu. Við höfum skipt hópnum í tvennt og þá oftast rniðað við aldur. S.l. ár höfðum við þann háttinn á að yngri hópurinn kom f.h. á dag- skrána á miðvikudögum og eldri börnin e.h. Á miðvikudögum mæta venjulega 20-25 börn. Þau börn sem koma í safnið þessa miðvikudaga hafa yfirleitt meira gaman af námskeiðinu: Þau verða öruggari í safninu, þau kynnast starfsfólkinu betur og finnst þau eiga svolítið í safninu og okkur starfsfólkinu. Það má ekki alveg gleyma því af hverju við erum að þessu. Aðaltilgangurinn er jú að börnin lesi eitthvað. Við höfum kapp- kostað að geta sýnt ljóslega hve mikið er lesið án þess að um keppni sé að ræða. I fyrsta sumarlestrinum var net hengt upp í loftið í barnadeildinni. Fyrir hverja lesna bók fékk viðkomandi miða og á hann var skrifað nafn barnsins og bókarinnar. Allir miðarnir voru svo settir í netið sem á endanum varð sneisafullt. Einhverskonar miðar hafa verið notaðir í öll skiptin nema eitt. Þegar þemað var ÍSLAND - LANDIÐ MITT var markmiðið að komast í kringum ísland (eða réttar frá Selfossi og á Þingvöll). Þau þurftu að lesa mismikið til að kornast á milli 10 áfangastaða á íslandskorti, framgangan var merkt með prjóni fyrir hvern þátttakanda. Hvað kostar svo að halda námskeið eins og sumarlesturinn? Ég kýs að kalia sumarlesturinn námskeið m.a. vegna þess að á Selfossi er boðið upp á ýmis námskeið á sumrin og við teljum okkur vera að bjóða upp á eitt slíkt. Kostnaðurinn felst aðallega í vinnu starfsfólks safnsins. Efniskostnaður er ekki mikill, aðal- lega pappírskostnaður og kostnaður við efni til skreytinga í safninu. Þeir sem lagt hafa okkur lið m.a. teiknað og haldið fyrirlestra hafa sjaldnast fengið mikið fyrir sinn snúð. í verðlaun hafa ekki farið stórar upphæðir. Námskeiðið er ókeypis fyrir þátttakendur eins og önnur þjónusta safnsins við börn. Árangur Upphaflega hugmyndin að sumarlestri er sú að hægt sé að ná til þeirra barna sem virkilega þurfa á því að halda að lesa á surnrin, þ.e. þau börn sem hætta að lesa þegar engin hvatning er til þess. Hér eins og í Bandaríkjunum er reyndin oft sú að þau börn sem hafa áhuga á lestri koma í sumarlestur og einnig fyrir hvatningu foreldra. I kynningarbréfi sem stílað er á foreldra er því reynt að benda á hve mikilvægur lestur er í sambandi við allt nám og gengi í skóla. Reynt er að fá foreldra til að hvetja börn sín til að koma í sumarlestur og þá einkurn þau sem þurfa lestrarhvatn- ingu. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir með sumar- lesturinn og margir hafa lýst yfir ánægju sinni með framtakið. Börnin virðast ánægð, það sjáum við m.a. á því að mörg koma ár eftir ár. Ég fékk ánægjulega hvatningu í jólaösinni í fyrra en þá koma til mín amma og sagðist vera ánægð með framtakið því barnabarn hennar sem ekki hafði haft neina sérstaka ánægju af lestri væri nú alltaf með bók og það vildi hún þakka sumar- lestrinunr. Sumarlesturinn er ekki lestrarkeppni en haldið er til haga töl- urn um hve mikið er lesið. Metið var slegið s.l. ár en þá las einn þátttakandinn rétt rúmlega 22.000 blaðsíður á 4 vikum (tæpar 800 bls. á dag). Við eigum ekki von á að það met verðið slegið enda tilgangurinn frekar sá að njóta lestursins en ekki endilega að lesa einhver ósköp. Börnin þurfa þó alltaf að velja sér eitthvað lágmark sem þau ætla að lesa meðan á sumarlestrinum stendur. | Á BÓKASAFNINU Maxím Gorkí. Barnæska mín. (Bókaútgáfan Reykholt, 1947) Þýð.: Kjartan Ólafsson Nú horfði betur fyrir mér í skólanum en áður. En heima hjá mér gerðist heldur þokkalegt ævintýri: Ég stal heilli rúblu frá móður minni. Þetta afbrot var alls ekki framið af fyrirfram ráðnuni hug. Eitt kvöld fór mamma eitthvað burt og skildi mig eftir til þess að gæta hvítvoðungsins. Mér þótti vistin gerast daufleg og fór því að blaða í einni af bókum stjúpa míns, Minnisblöðum læknis, eftir Dumas eldri. Þá sá ég milli blað- síðnanna í bókinni tvo peningaseðla, einn tíu rúblna seðil og einn einnar rúblu seðil. Ég botnaði ekkert f bókinni og lokaði henni því aftur. Þá datt mér skyndilega í hug, að fyrir þessa einu rúblu gæti ég ekki aðeins keypl biblíusögurnar, heldur einnig að öllum líkindunr bókina um Robinson Krúsó.... Næsta dag kont ég í skólann með biblíusögurnar, tvö slitin bindi af Ævintýrum Andersens, þrjú pund af hveitibrauði og eitt pund af pylsum. í skuggalegri, lítilli búðarholu út við Valdimarskirkjugarðinn fékkst Robinson, þunn lítil bók í gulu bandi. Á titilblaðinu var rnynd af skeggjuðum manni með loð- húfu á höfði, sveipaður dýrfeldi um herðar. Mér fannst fátt um þessa mynd, en að öðru leyti bauð hún af sér góðan þokka, jafnvel að ytra útliti, enda þótt hún væri allmjög af sér gengin. í matarhléinu útbýtti ég brauðinu og pylsunum milli strákanna, og við tókum að lesa hið undursamlega ævintýri um Lævirkjann. Sú saga vann hjarta okkar þegai- í stað: „í Kína eru allir íbúarnir Kfnverjar, og sjálfur keisarinn er Kínverji." Ég minnist þess, hvílíka undrun og unað þessi orð vöktu með sínum einfalda, glaðlega, brosandi blæ af söng og einhverju öðru, sem var svo undursamlega fagurt. Mér tókst ekki að Ijúka við lestur Lævirkjans í skólanum - til þess var tíminn of naumur. Þegar ég kom heim, stóð mamma við ofngrindina. Hún var að steikja eggjaköku og hélt urn pönnuskaftið með höndunum. Hún spurði mig, og rödd hennar var annarleg, eins og hún hefði verið slökkt: „Tókstu rúbluna?" (bls. 263-265) BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199« 41

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.