Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.01.1998, Blaðsíða 51
musikbibliotek" í Stokkhólmi sér um alla skráningu heimilda um sænskt tónlistarlíf (Svensk musikhistorisk bibliografi) en sú skrá aðgengileg á Netinu frá árinu 1991. Um Tón- og mynddeild Hér á eftir verður gerð grein fyrir starfsemi og framvindu mála í Tón- og mynddeild þau rúmlega 3 ár sem liðin eru síðan Lands- bókasafn íslands - Háskólabókasafn tók til starfa. Efniskostur íslenskt tónlistarefni fengið með skyiduskilum 7. Hljóðrit. Eins og fyrr segir eru þrjú eintök íslenskra hljóðrita skilaskyld samkv. lögum nr. 43/1977. Tvö eintök ganga til Þjóðdeildar Landsbókasafns. Ann- að eintakið, svokallað varaeintak, skal varðveita til frambúðar, en hitt sem kallast notkunareintak skal vera „tiltækt til nota“ þ.e. að- gengilegt til hlustunar. Þriðja ein- takið fer norður í Amtsbókasafnið á Akureyri. Ekkert þessara ein- taka er til útlána. Tón- og mynd- deild, sem kalla má nokkurs kon- ar annexíu þjóðdeildar, varðveitir nú notkunareintakið. Islensk hljóðritaskrá hefur komið út árlega síðan 1979 sem fylgirit með íslenskri bókaskrá. Eins og nafnið ber með sér eru þar skráð íslensk hljóðrit, nema hljóðbækur sem eru skráðar í bókaskrána. Til gamans má geta þess að íslensk hljóðritaskrá var sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum á sínum tíma. Frá árinu 1992 eru hljóðritin einnig skráð í Gegni, bókasafnskerfi Landsbóka- safns. Einnig hefur verið safnað töluverðu af eldri íslenskum hljóðritum og erlendum hljóðritum þar sem íslenskir tónlistar- menn koma við sögu sem tónskáld eða flytjendur. Innheimta skylduskila var heldur treg fyrstu árin, en hefur verið vel fylgt eftir síðan 1990. í Tón- og mynddeild er aðstaða til að hlusta á þessi hljóðrit og mögulegt að yftrfæra efni á snældur og DAT snældur. Til skýringar má geta þess að DAT (Digital audio tape) snældur eru litlar snældur til stafrænnar upptöku hljóðs. 2. íslenskar útgefnar nótur. Nótur útgefnar á íslandi eru, eins og annað prentað mál, skilaskyldar í fjórum eintökum. Þar af eru tvö varðveitt í þjóðdeild Landsbókasafns og eitt fer til Amts- bókasafnsins á Akureyri. Tón- og mynddeild fær svo eitt útlánseintak. 3. Smáprentasafn um tónlist, bæklingar, tónleikaskrár o. fl. Söfnun á þessu mikilvæga efni í Tón- og mynddeild er eðlilega ekki tæmandi, en þjóðdeild safnsins hefur safnað þessu efni lengra aftur í tímann. 4. Vísir að úrklippusafni um íslenskt tónlistarlíf í nokkur ár hefur verið safnað úrklippum úr blöðum og tímaritum, þó ekki hafi það verk verið unnið nægilega markvisst. Urklippur Miðl- unar um tónlist hafa verið keyptar frá síðustu áramótum og safnað verður eldri útgáfu Miðlunar smátt og smátt. (Miðlun hefur gefið út slíkt efni frá 1982). Jón Þórarinsson tónskáld hefur um árabil safnað heimildum til Tónlistarsögu íslands og ritstýrir því verki. Góðar vonir standa til að þessi mikla heimildaskrá gangi til Tón- og mynddeildar, sem yrði okkur ómetanlegur fengur. Einnig hefur deildinni borist góð gjöf, sem er umfangsmikið úrklippusafn um Einar Kristjánsson óperu- söngvara. Eitt af framtíðarverk- efnum í Tón- og mynddeild er tölvuskráning þessara heimilda. 5. Handbókasafn um íslenska tónlist Hér er ætlunin að safna á einn stað sem mestu af íslensku útgefnu efni um tónlist, íslenskt tónlistarlíf og tónlistarmenn. Eldra efni sem á vantar má finna í þjóðdeild safnins. í handbóka- safni Tón- og mynddeildar er einnig að finna erlend uppflettirit um tónlist. Plötusöfn, tónlistargjafir og erlendar nótur 1. Hljómlötusafn Skúla Hansen. Hljómplötusafn Skúla Hansen tannlæknis er mikið safn af klassískum hljómplötum sem Háskólabókasafn fékk að gjöf árið 1965. Þetta eru rúmlega fimm þúsund hljómplötur, bæði 33 og 78 snúninga plötur. Safnið er varðveitt í kjallara þjóðar- bókhlöðu og fylgja því handskrifaðar og vélritaðar skrár. 2. Hljómplötusafn Háskóla Islands. Hljómpiötusafn Háskóla Islands telur á annað þúsund hljómplötur, sem eru óskráðar í kjallara Þjóðarbókhlöðu. Þetta safn á rætur að rekja til tónlistar- kynninga sem tíðkuðust á 6. áratugnum í Háskóla íslands eink- um undir handarjaðri Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors. Hann viðhafði þann skemmtilega sið um tíma að leika fagra tónlist fyrir stúdenta áður en þeir gengu til prófa í hátíðasal Háskólans. Fiðlusnillingurinn Isaac Stern hélt tónleika á íslandi í ársbyrjun 1955 og lék m.a. ókeypis fyrir stúdenta í hátíðasal Háskólans. Hann gaf ágóðann af tónleikaför sinni til Islands til kaupa á hljómflutningstækjum og vísi að hljómplötusafni fyrir Háskólann. Á þessum árum voru haldnar tónlistarkynningar í hátíðasal skólans mánaðarlega og stúdentar fengu lánaðar hljómplötur úr safninu þegar þeir héldu tónlistarkvöldvökur á Nýja-Garði. 3. Geisladiskagjöf Austurríska rikisins. í tilefni af aldarafmæli Austurríkis 1996 færðu Austurríkismenn Landsbókasafni m.a. að gjöf um 100 geisladiska. Þetta eru diskar með sígildri tónlist austurrískra og þýskra tónskálda og fylgdu nótur að flestum HiUur fyrir myndbönd og hirslur fyrir geisladiska í Tón- og myndadeild (Ljósmynd Sigríður Kristín Birnudóttir) BÓKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.