Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 59

Bókasafnið - 01.01.1998, Síða 59
steiktur öðrum megin, snúðu nú á aðra hlið, og et.””3 Sakir þessa mikla hugrekkis er hann sýndi á dauðastundunni og aðgátar í meðferð steikts kjöts hefur hann verið útnefndur sérlegur verndari matreiðslumeistara og er hann því einungis í öðru sæti sem verndari bókavarða. Víkur þá sögu að einu konunni er skipar sæti verndara þeirrar stéttar sem hefur innan sinna vébanda fleiri góðar konur en flestar aðrar stéttir. Sú var heilög Katrín og kom frá hinni frægu bókaborg, Alexandríu. Hún er ævinlega sýnd á myndum með bók sér nærri, venjulega lesandi, og merkir það hennar mikla lærdóm auk þess sem það vísar til uppruna hennar. Líkt og heilagur Lárentíus beið hennar ekki annar starfi þessa heims en vera pínd til dauða og er talið að hún hafi verið hálshöggvin þann 25. nóvember árið 307. Heilög Katrín var þekkt hér á landi og að minnsta kosti ein kirkja var helguð henni. A ísiensku er varðveitt saga hennar og hefur hún verið gefin út með öðrum heiiagra manna sögum af Norð- manninum C.R. Unger laust fyrir síðustu aldamót. Hér til hliðar gef- ur að líta útdrætti úr sögunni sem tengdir eru saman með endursögn minni. Sagan er því miður of löng til að unnt sé að birta hana í heild en með þessum hætti gefst þó færi Hér hefir upp sögu heil- agrar Katrínar meyjar.4 á að fá örlitla hugmynd um sögur af því tagi sem hér hefur verið staldrað við. Þess skal að lokum getið um heilaga Katrínu að hún hefur verið útnefnd sérlegur verndardýrlingur heimspek- inga og er aðeins í öðru sæti sem verndari bókavarða. Þá er aðeins eftir að nota tækifærið til að víkja að einu atriði: Sá veruleiki sem býr að baki hugmyndum manna um helga menn og konur er ákveðin hugsun um eðli mannsins sem á sér rætur í heimspeki miðalda. Sú heimsmynd er að því leyti fram- andi hugmyndum okkar að hún er ein, heil og fyrirfram gefin í stað þess að vera sjálfsprottin eða brotakennd. í hug og hjarta miðaldamannsins, sem mótaði helgisöguna, er hinn innri maður frummynd hins góða manns í anda Platóns. Hann er hin skapaða vera, meitluð á steðja hins mikla skapara og ber hans líki. Hlutverk helgisög- unnar var að opinbera þessa nær- veru Guðs, nærveru sem er hið innsta eðli sérhvers manns. Hver sá sem settist niður til að hlýða á helgisöguna var því í raun á hljóðu tali við sitt eigið sjálf um möguleika sinnar eigin eilífu sálar, skapaðrar í líki Guðs og á leið til Hans eftir eyðimörk þessa heims. Sá er kjam- inn, að minnsta kosti í helgisög- unni. Hér munu verða birt valin brot úr sögu heilagrar Katrínar frá Alex- andríu úr útgáfu C.R. Unger frá 1877. Sagan sjálf er of löng til að unnt sé að birta hana í heild. Skáletraðir eru innskotstextar sem undirritaður hefur búið út til að tengja saman þá texta sögunnar sem birtir eru. Þess má geta að stafsetning erfœrð til nútímahorfs. A dögum Maxencíusar keisara sonar Maximíani keisara, er ríki hafði haldið með Dioclesíano keisara, var gjör mikill ófriður kristnum mönnunt, og var allur heimur í þann tíma jtálega fullur af ýmislegum skurðgoða villum. Vissu fáir einir drottin Guð vera skapara himins og jarðar, og fyrir því þjónuðu rnargir skepnunni með miklum alhuga og kölluðu það Guð, er sjálfir höfðu þeir sínum höndum smíðað. Sá keisari er nefndur var í upphafi sögunnar kveður saman alla helstu höfðingja Iteiðins siðar til borgarinnar Alexandríu er þá var þekktust allra borga veraldarinnar sakir sins mikla bóka- safns. A þeim fundi mcelir keisari þessi orð: Þessi mœr svo sem hún var œttgöfug, svo var hún og ágœt að speki sinni, numið hafði liún allar þœr íþróttir á bókum, er liberalis lieita. „Fyrir kraft og verðleik allra guða þeirra er vér þjónum og halda far- sæld og sigri og dýrð Rómaborgar ríkis, er engi sú þjóð f öllum heimi, er hafni að lúta voru veldi, nema fúll metnaður kristinna manna sveit í sinni óvisku og átrúnaði, sú er vér höfum enn eigi rnátt eyða með öllu, því að hún dreifist hér og hvar um heim og leitar sér fylgsna, að hún megi forðast vorar hendur. Og fyrir því bjóðum vér og gjörum það lögtekið, að almennileg vegsemd og einkanleg dýrð sé veitt enum helgustu guðum, er [með] mætti sínum og mildi styrkja vort ríki, að þau gæti vor að eilífu, en sýni oss kristna menn, að vér megum niðra þeirra drambi og hegna ræki- lega villu þeirra, og sjálf guðin glati þeim, er vér megum eigi á hitta. Þessi lög, er vér höfum sett, byrjar oss sjálfum fyrst að fylla. Vér skulunt fórna guðunum slíkt, er vér megurn af voru valdi, en þér út í frá fórnið hver sem má gjarna eftir sínum föngum.” Gerðu heiðnir menn sem keisari þeirra bauð og segir í sögunni að „borgin öll þaut afalls konar söngfœrum, erþeir lofuðu fjand- ur með þá er þeir hugðust gera dýrð guða sinna. “ En ekki hló öllum fögnuður í brjósti. Mœr ein var nefnd Katrín og var dóttir Kosts konungs. Um liana segir svo: BóKASAFNIÐ 22. ÁRG. 199H 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.