Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.1998, Side 75

Bókasafnið - 01.01.1998, Side 75
félags- og trúnaðarstarfa og nóg til að komast á blað að við- komandi er í Félagi bókasafnsfræðinga. Aftan við æviskrárnar eru: „BA-verkefni í stafrófsröð" en engin flokkuð skrá, sem hefði óneitanlega verið kostur þar sem verkefnin eru orðin mörg. Kostur hefði einnig verið að geta þar, ef efni úr ritgerðunum hefði verið prentað í einhverju formi. Eitt af því sem mér þótti undarlegast var að afmælisdagatal var raðað eftir stjörnumerkjum, en fyrir kom rugl í ríntinu og ein- hverjir voru settir á rangan stað. Aftan við æviskrár er getið heimilda og er getið um rang- færslur ef finnanlegar eru í þeim. Heimildaskrá er aftan við og er þetta til fyrirmyndar, en heldur vélrænt er unnið, þegar sagt er að sex bindin af íslenzkum æviskrám nái aðeins tii 1940. Sjaldgæft er að töl af þessu tæi hafi heildarnafnaskrá, en hér er það brýn nauðsyn þar sem ættir eru raktar langt aftur. Annars er fremur auðvelt að gera þessa nafnaskrá því að sami maðurinn er sjaldan nefndur nema einu sinni og alltaf með ártali. Við skoðun á heimildaskránni sýndist mér að ekki væri fjarri lagi, að tvö stéttartöl komi út árlega og er þá bæði átt við frum- útgáfur og endurútgáfur, sem alltaf þarf að vinna upp verulega. Þar eru ekki meðtalin niðjatöl og skrár um ábúendur á tilteknum svæðum. Samning rita af þessu tæi er vanþakklátt starf, tölur eru varasamar í prentun og heimildir vill greina á og yfirleitt þykir ekki við hæfi að í bókum sé getið um rangar ættfærslur, sem allir vita um nema kirkjubókin. Bókasafnsfræðingatal er vönduð viðbót við stéttatöl og er meðal best unnu rita í þeim flokki. Einar G. Pétursson Þessi ritdómur er skrifaður erlendis og er því margt ekki innan handar sem gott væri að athuga til samanburðar. Einnig var naumur tími skammtaður til skrifta, svo af þeim sökum ber að líta á þennan samsetning sem bókarkynningu fremur en raun- verulegan ritdóm. Ritnefnd og útgáfunefnd Bókasafnsfræðingatals hafa óskað eftir að með ritdómi Einars G. Péturssonar yrði birt eftir- farandi athugasemd: Vakin er athygli á því að ritdómur þessi er byggður á 3. próf- örk Bókasafnsfrœðingatals en ekki frágengnu og prentuðu riti. TONDUM VORÐ UM ÍSLENSKA TUNGU Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, Bókhlöðuhöfða, Bókhlöðustíg 17, Stykkishólmi Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Keflavík Bókasafn Biskupstungna, Aratungu Bókasafn Garðabæjar, við Garðatorg, Garðabæ Bókasafn Hafnarfjarðar, Mjósundi 12, Hafnarfirði Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5, Kópavogi Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, Keflavík Bókasafn Seltjarnarness, Skólabraut 19, Seltjarnarnesi Bókasafn Siglufjarðar, Gránugötu 24, Siglufirði Bókasafn Stokkseyrarhrepps, Stjörnusteinum, Stokkseyri Bókasafn Stöðvarhrepps, Stöðvarfirði Bókasafn Verslunarskóla íslands, Ofanleiti 1, Reykjavík Bókaútgáfan Iðunn hf., Bræðraborgarstíg 16, Reykjavík Bókaútgáfan Skerpla, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík Bókaútgáfan Vöxtur ehf., Tryggvagötu 17, Reykjavík Bóksala Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9, Reykjavík Borgarbókasafn Reykjavíkur, Skúlatúni 2, Reykjavík Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi, Heiðarbraut 40, Akranesi Bæjar- og héraðsbókasafnið Isafirði, Austurvegi 9, ísafirði Bæjarbókasafn Dalvíkur Bæjarbókasafn Eskifjarðar, Grunnskólanum, Eskifirði Einar J. Skúlason hf., Grenásvegi 10, Reykjavík Félag bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, Reykjavík Gunnar Eggertsson hf„ Sundagörðum 6, Reykjavík Héraðsbókasafn A-Skaftafellssýslu, Hafnarbraut 36, Höfn Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri Hið íslenska bókmenntafélag, Síðumúla 21, Reykjavík BóKASAFNIÐ 22. ÁRG. 1998 75

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.