Áramót - 01.03.1909, Side 3
7
Mörgum öldum síðar ber þenna sama mann,
er nú sánm vér í sólsetursdýrðinni á Nebó, fyrir
augu vor á öðru og ennþá bjartara dýrðarfjalli.
Það er á ummvndunarfjallinu hjá frelsaranum.
Þegar Jesús ljómaði þar í dýrðinni, sem hann frá
eilífð hafði haft hjá föður sínum himneskum, var
Móses þar hjá honum, málsvari lögmálsins, á-
samt háfjallamanninum hinum frá tíð hins fyrra
sáttmála, Elíasi, málsvara spádómanna. Og þar
í sameinaðri Ijósadýrð lögmálsins, spádómanna
og fagnaðarboðskaparins varð útsýnið breitt
eins og heimurinn og hátt eins og himininn, eilíf
ímynd andlegs víðsýnis af trúarhæð kristin-
dómsins.
* # #
Margoft hefir trúnni verið líkt við hæð.
Kemur það til af því, að allir trúaðir menn finna
til þess,- að með trúnni hafa þeir eignast nýtt út-
sýni, sem meira er og fegra en alt annað í heimi.
Einn allra fegursti sálmurinn í sálmabókinni
(nr. 127) er um trúarhæðina. Þar syngur skáld-
ið um hinn bjarta fjallstind, þar sem andi manns-
ins hittir drottin og hið hreina hjarta sér undra-
djúp guðs. 1 trúarhæðina er svo hátt og svo er
liún liimni nærri, að þar “hverfur alt hið smáa.”
“Hið lága færist fjær, en færist aftur nær hið
helga og háa.” Þar uppá hæðinni skín sólin svo
bjart, að “birtast huldir vegir” og augað evgir
gegn um tíma og rúm. Það, sem þó er af öllu bezt
uppi þar á hæð trúarinnar, er hinn sæluríki frið-
ur, sem þar drotnar. “Þar er svo hljótt, að
hverfut tímans niður; guðs hjarta heyrist slá, í
hjarta mínu þá býr fró og friður.” Eigi er því