Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 103
107
lians sérlega ervið. En maðurinn er áhugamað-
ur mesti fyrir viðgangi lúterskrar kirkju hér í
landi og hefir gefið stórgjafir til fyrirtækja
liennar, og er því nokkur von um að hann liðsinni
oss síðar ef ekki koma frekari óhðpp fyrir hann
og atvinnu hans.
Litlar líkur eru til þess, að stofnfé það alt
safnist, sem til var tekið á kirkjuþingi 1907, nfl.
100,000 doll. Þá liggur sú spurning fyrir, hvort
gerlegt sé að ráðast í fyrirtækið með minna fé.
Áður en vér getum svarað þeirri spurningu þurf-
uin vér að hugsa meir um það, hvernig skóla-
fyrirtæki þetta eigi að vera eða geti verið. Mér
skilst að stofnun sú, er vér höfum helzt haft í
huga, sé fuilkominn College-skóli. Sjálfsagt væri
það ákjósanlegt ef hægt væri að byrja þegar með
slíkri fullþroskaðri mentastofnun. En ólíkt er
það því, sem átt hefir sér stað með rétt allar
mentastofnanir hér í landi, einkum hinar kirkju-
legu. Rétt ævinlega hefir byrjað verið í mjög
smáum stýl og skólarnir svo smáþroskast þar til
þeir, oftast eftir mjög mörg ár, hafa orðið reglu-
legir College-skóiar. Öll önnur fyrirtæki höfum
vér bvrjað sem frumbýlingar. En svo virðist,
sem vér séum ófúsir til að vera frumbýlingar í
þessu máli. Vér miðum fyrirhugað skólafyrir-
tæki vort við skóla þá, sem vér sjáum í kring um
oss og þegar eru fullvaxnir, en íhugum ekki það,
að einnig þeir hafa átt við fátækt og frumbýlings-
líf að stríða, og verið smáir og ófullkomnir í
fyrstu. Svo lijálpar það til að kasta ryki í augu
vor, að vér erum nú lengra áleiðis komnir á flest-
um öðrum svæðum starfs vors og fáum oss ekki