Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 102
io6
stöðvum Islendinga bæði í Canada og Bandaríkj-
um, og tókst sú loforða-söfnun vonum betur, svo
langt sem liún náði. En mjög bráðlega var liætt
við fjársöfnunina sökum mjög erviðs árferðis,
er þá gekk í garð hvarvetna, og hefir enn ekki
verið byrjað aftur á þessu sérstaka verki. 1 öðru
lagi hefir síðastliðin tvö ár tilraun verið gerð til
þess, að fá ríka menn suður í Bandaríkjum til að
hlaupa undir bagga með kirkjufélaginu með að
koma upp skólanum. Hingað til hefir þó enginn
sýnilegur árangur orðið af málaleitan þessari
við auðmennina. Þykist þó sá, sem sérstaklega
átti þessu máli að sinna, hafa gert alt, sem í hans
valdi stóð. Á því virðist standa, er um það er
að ræða að fá ókunnuga menn og þá, sem búsett-
ir eru í öðru landi en því, sem skólinn á að vera í,
til að taka málið til alvarlegrar íhugunar, að það
virðist vera regla þessara manna að styrkja ekki
mentastofnanir í neinni óvissu og gefa ekki fé til
annarra skóla en þeirra, sem búnir eru að sýna
sig styrksins maklega fyrir það verk, er þeir
hafa unnið. Eg álít það nú nokkurn veginn full-
reynt, að vér ekki getum búist við að fá styrk
annarra manna til að koma upp skólanum. Miklu
meiri von er til þess, að vér kynnum að verða að-
stoðar annarra aðnjótandi eftir að skólinn væri
uppkominn og farið væri að starfrækja hann.
Þetta er sama reynsla, sem önnur félög hafa haft
í þessu efni. Maður sá í Minneapolis, Minn., sem
í fyrra hafði góð orð um að styrkja skólafvrir-
tækið, Hon. C. A. Smith, hefir tjáð mér það ný-
lega, að enn þori hann ekki að bindast föstum
loforðum. Hin síðustu ár hafi verið umsýslu