Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 113
ii 7
að vera fyrir vora hönd í bandalagi þessu fram
til þessa kirkjuþings, og fól honum að leggja til
um það fyrir kirkjuþing, hvort ráðlegt væri að
félag vort stæði að þessu leyti í sambandinu.
Hann hefir nú látið það álit í ljós, eftir að hafa
kynst augnamiði og starfi félagsins, að vér ætt-
um að vera með framvegis. Ef kirkjuþingið
samþykkir það, þá kýs það og fulltrúa í stjórn-
arnefndina, því útnefning séra Steingríms gildir
vitanlega ekki lengur.
Á næsta ári verður kirkjufélag vort 25 ára
gamalt, og er þegar ákveðið, að í sambandi við
næsta kirkjuþing verði aldarfjórðungs-afmæli
félagsins haldið liátíðlegt. Talið
Júbíleum. hefir verið sjálfsagt, að júbíl-þing
það, verði haldið hjá Fyrsta lút
erska söfnuði í Winnipeg. Á þessu þingi þarf
að gera allar ráðstafanir til undirbúnings undir
hátíðarhaldið. Sjálfsagt óskum vér allir, að
það mætti verða sem ánægjulegast. Mestu varð-
ar það þó, að vér reynum að gera tímamót þau
hátíðleg fyrir það, að koma þá í framkvæmd ein-
hverjum nauðsynja-fyrirtækjum. Eg leyfi mér
að leggja fyrir þingið eftirfylgjandi tillögur:
1. Að til næsta þings sé boðið nokkrum
kirkjulegum leiðtogum frá lúterskum kirkjufé-
lögum hér í landi, einkum úr kirkjufélögum
Norðmanna og Svía og einhverjum þeim manni,
eða mönnum, úr General Council, sem oss hafa
mesta vinsemd auðsýnt. Enn fremur að biskupi
Islands sé boðið til kirkjuþingsins, eða þeim
manni öðrum, er hann kysi að senda í sinn stað,
sem fulltrúa móðurkirkjunnar íslenzku.