Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 59
63
testamentisins. Þetta gerir liann einnig eftir
upprisuna, þegar lægingarstaða hans er á enda.
Hann minnist á ótal sögulega viðburði úr gamla
testamentinu, og gefur aldrei í skyn annað en að
hann skoði þá sem sannsögulega viðburði. Og í
mörgum tilfellum eru þetta einmitt viðburðir,
sem margir hafa livað sterkasta tilhneigingu til
að vefengja. Hann talar um að Móse hafi skrif-
að, Davíð hafi skrifað o. s. frv. 1 stað þess að
hann fylgi að eins skoðun samtíðar sinnar á ritn-
ingunum, gengur liann beinlínis í berhögg við
mótstöðumenn sína, er þeir vilja gera útskýring-
ar hinna s'kriftlærðu jafngildar guðs o»rði, og
segir: “Þér skeytið ekki boðum guðs, en lialdið
fast við setningar manna“ (Mark. 7, 8). Eins
ávítar hann þá harðlega fyrir útskýringar þeirra
á ritningunum alment, og þær skaðlegu afleið-
ingar, er þær hafi í för með sér. “Er það ekki
af því, sem þér villist, að þér hvorki þekkið ritn-
ingarnar eða mátt guðs?“ (Mark. 12, 24), segir
hann við Saddúkeana. Og svo þetta: “Ef þér
trvðuð Móse, þá tryðuð þér og mér, því að hann
hefir ritað um mig. En ef þér ekki trúið ritum
hans, hvernig ættuð þér þá að trúa orðum mín-
um?” (Jóh. 5, 45-47). Margir jafn-ákveðnir
ritningarstaðir munu þeim hugkvæmast, sem
kunnugir eru nýja testamentinu.
Varla verður því þess vegna neitað, að
Kristur hafi látið í ljós mjög ákveðna skoðun á
ganda testamentinu. Vil eg staðfesta, að þetta
sé ekki álit íhaldsmanna að eins, með því að til-
færa orð viðurkends guðfræðings nýju stefnunn-
ar, J. E. McFaydens í Toronto. Hann segir: