Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 69
73
hjartnanna”, en ekki vegna þess þrælaliald
væri samkvæmt hans vilja. Yms fyrirmæli lag-
anna benda á, hvaða andi ræður í þeim gagnvart
þrælahaldinu. Ef Israelsmaður tapaði frelsi
sínu um stundar sakir, fékk liann það aftur í
byrjun fagnaðarársins (3. Mós. 25, 47-55). Að
stela manni til að gera hann að þræl, var glæpur,
sem dauðaliegning lá yið (2. Mós. 21, 16). Þræll,
sem flúði frá liúsbónda sínum, átti griðastað í
Israel (5. Mós. 23, 15-16). Ef húsbóndi sló tönn
úr þræli sínum, fékk þrællinn vegna þess frelsi
(2 Mós. 21, 26-27). Þegar Israelsmönnum var
bannað að gera landa sína að þrælum, va:r það
takmörkun á þrælahaldinu (3. Mós. 25, 39). Ein
undantekning virðist þó vera á því í fljótu bragði,
að löggjöfin sé mannúðleg í garð þrælanna. Eru
það fyrirmælin um það, er liúsbóndi ljóstar þræl
sinn (2. Mós. 21, 20-21). Mætti það virðast und-
arlegt, ef löggjöf, sem gefur þræl frelsi, ef lostinn
er úr honum tönn, léti það vera ósaknæmt að mis-
þyrma þræl, ef hann ekki deyr strax undir högg-
um böðulsins. Úrlausnin á þessu liggur eflaust í
því, að verið er að gera greinarmun á því, þegar
þrælsmorð er framið af ásettu ráði, og því, þegar
þrællinn deyr af refsingunni, án þess morð hafi
verið fyrirliugað. Ef þrællinn deyr ekki strax,
er það tekið sem sönnun fyrir því, að morðið hafi
ekki verið fyrirhugað. (Sbr. murder og man-
slaughter í ensku réttarfari.) Fyrirhugað morð
sætir “refsingu”; hið síðara sekt, því þannig
skilja ýmsir merkir biblíuskýrendur þann hluta
setningarinnar, sem þýddur er á íslenzku, “því
þrællinn er eign hans.” Orðið “þræll” er ekki á