Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 81
85
Hann elskaði almúgann, en hann dýrkaði hann
ekki, og um þaS var honum ant, að fólkið yrði
með guði.
Af öllum auðvirðilegum hugsunum er hugs-
un sú hin lúpulegasta og lúalegasta, að
fylgjast með sannleikanum af því að fólkið er
með, og eins vegna þess að vera með einhverri
stefnu eða stefnuleysi. Eg ber ekkert í sáiu
minni nema hina dýpstu fyrirlitningu fyrir
þeirri hugsun.
Óðal það, sem Lúter barðist fyrir, var um-
fram alt hið hreina evangelíum, fagnaðarerindið
um Jesúm Krist, eins og guðspjallamenn og post-
ular höfðu prédikað það, en ekki eins og hann
ímyndaði sér, að guðs andi blési honum í brjóst,
án vitnisburðar hinna helgu votta drottins. Slík
kenning var í augum hans trúvingl, sem hann
hafði óbeit á. Jesús Kristur, guðs einka sonur,
getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,
var hans drottinn, sem hafði endurleyst hann
glataðan og fyrirdæmdan manninn, og friðkeypt
og f'relsað frá syndinni, dauðanum og djöfulsins
valdi, ekki með gulli né silfri, heldur með sínu
heilaga og dýrmæta blóði, og sinni saklausu pínu
ög dauða, til þess að hann væri hans eigin eign,
og lifði í hans ríki, undir hans valdi og þjónaði
honum í eilífu réttlæti, sakleysi og sælu, eins og
hann var frá dauðanum upprisinn, lifir og ríkir
að eilífu. Það er vissulega satt, — af því það
var einróma vitnisburður spámannanna og post-
ulanna.
Þetta var sannleikurinn, sem Lúter var reiðu-
búinn að fórna lífinu fyrir, til þess að mennirnir