Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 74
78
svo slæmar, að óhætt er að tala um sóttnæmi í
sambandi við hana. En þá gefur að skilja, að
hættur eru samfara henni, og verða vitanlega
ekki minni fyrir það, að hún er eins útbreidd
eins og á sér stað.
Nú — um hættur ætla eg þá að tala. En ekki
hefi eg valið mér efnið af því mig langi til þess
að vera hræða, eða búa til grýlur. Mér hefir
aldrei verið um það, þegar menn liafa þókst sjá
liættur ailsstaðar, eins og með gapanda gini, til
þess að gieypa þá, ef þeir áræddu að fara út úr
dyrunum. Það er ekki heilbrigt í tímanlegum
efnum, því síður í andlegum. Það er hætta á
ferðum, þegar menn fara að sjá ofsjónir. Ann-
aðhvort leiðast menn þeir þá út í öfgar, eða af
hræðslu sitja kyrrir í sömu sporum. Ofsjónir
eru tii, sem hræða, og ofsjónir líka sem tæla. Til
eru sem sé bæði grýlur og töfrandi vafurlogar.
Menn geta elt ljós, er sýnist loga svo skært, og
getur þeim svo fundist að þeir sé að leita ljóss-
ins. Þeir sjá það blakta og benda sér. Þeim
finst þeir muni þá og þegar komnir í námunda
við það og fá að ganga í birtu þess, eða finni
nýjan auð, sem engan áður hafði órað fyrir; en
svo færist það einlægt undan og reynist — mýra-
ljós. Eða menn geta séð grýlu í öllu nýju — á-
litið það einskonar hrælog, sem verði að loka
augunum fyrir. eða hafgúusöng, er seiði niður í
golgrænt djúpið, ef bátnum sé beint ögn frá
landi.
Hér er hætta á báða bóga, og nauðsynlegt,
að við vitum um þær. Því þó að rangt sé að búa