Áramót - 01.03.1909, Side 31
35
endis engin trygging fyrir því, að eg gæti orðið
málefni Jesú Krists og hinni kæru þjóð minni að
neinu verulegu liði. Prestsvígslu tók eg nálega
tafarlaust, með lítilli lífsreynslu, nærri því á
barnsaldri, að eins á 24. aldrs ári, upp á það í
bráð að gjörast aðstoðarprestr föður míns, sem
þá var bilaðr að heilsu. Og fann eg sárt til þess
þá, að mig skorti undr mikið til að geta fullnœgt
hinni helgu embættisköllun, og ekkert mundi mér
takast í þá átt nema fyrir sérstaka miskunn
drottins. Lítið varð og úr prestskap mínum í það
skifti. Faðir minn stvrktist aftr svo á heilsu, aÖ
hann þurfti ekki hjálpar minnar við. Eg hvarf
aftr til Reykjavíkr, kvæntist og tók að vinna að
kennarastörfum ýmislegum. Sannfœrðist eg um,
að mér myndi unnt að hafa ofan af fyrir mér á
þann hátt, þótt ekki hefði eg neitt fast embætti á
hendi. Eg hafði svo að kalla flúið frá hinni
kirkjulegu kennimannsstöðu, og sá flótti gat virzt
samþykktr af guði. Um prestaköll á íslandi
leiddist eg þó til að sœkja oftar en einu sinni í
þessu skeiði. En það hafði ekki neinn árangr,
og þótti mér bráðum ekki neitt fyrir því; en kon-
an mín varð því undir eins fegin, því að hvin-
hafði þá ljósara hugboð en eg um það, að guð
hefði rúm fyrir okkr í annarri átt, þar sem betra
fœrj mundi til þess fást að starfa í þjónustu
hans.
Svona leið tíminn frá 1870 til 1873. Þá koni
bending gegn um Pál Þorláksson, efnilegan
námsmann og góðkunningja okkar, sem fyrir
skömmu hafði farið af landi burt til Vestrheims,
um það, að í heimsálfu þessarri suðr í Bandaríkj-