Áramót - 01.03.1909, Síða 58
er”, eða einhver mynd þess orðs, meir en 40 sinn-
um; nafn Móse 36 sinnnm; nafn Davíðs 38 sinn-
um. Þó ekki væri bent á annað ætti þetta að
nægja til að sýna, hvílík fjarstæða það er, að ætla
það, að um efni, sem svo mikið kemur við kenn-
ingu hans, hafi frelsarinn að eins látið stjórnast
af almenningsáliti, er hann fann ríkjandi, án til-
lits til þess, hvort það var sannleikanum sam-
kvæmt eða ekki.
En orð frelsarans um gamla testamentið eru
ekki að eins mörg, heldur líka ákveðin. Nokkur
dæmi verða að nægja. Þegar liann tilfærir hina
gulhtu reglu: “Allt, sem þér viljið að mennirnir
geri yður, það skuluð þér og þeim gera“, bætir
hann við: “því að þetta er lögmálið og spámenn-
irnir.” Vegna þess krefst hann viðurkenningar
á því af áheyrendum sínum. Þegar hann er
f urður, hvert sé hið mikla boðorð í lögmálinu,
kemur hann með svar gamla testamentisins, þ. e.
a. s., að elska guð af öllu hjarta og náungann eins
og sjálfan sig. Þá eru og þessi orð í dæmisög-
unni um ríka manninn og Lazarus: “Þeir hafa
Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.-----------Ef
heir ekki hlýða Aíóse og spámönnunum, munu
þeir heldur ekki láta sannfærast, þótt einhver
risi upp frá dauðum.” Eða þetta: “Þangað til
himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn bók-
stafur eða stafstrik lögmálsins undir lok líða
unz það alt er fram komið“ (Matt. 5, 17). Varla
er hægt með sterkari orðum að kannast við gildi
grmla testamentisins.
Kristur bendir sífeldlega á það, að líf sitt,
kenning, dauði og upprisa sé uppfylling gamlá