Áramót - 01.03.1909, Side 77
8i
friðar heyrir. Þeir standa gegn sannleikanum—
gegn guði. Þetta er oft gefið í skvn.
Hve mikið losið er, trúarbragðalega, sést
bezt á því, hvað sterk tilhneigingin er hjá tízk-
unnar mönnum til þess að gera sem minst úr öll-
um trúarbragðalegum merkjalínum. Þær eru
taldir smámunir, sem megi liggja milli hluta.
Þeir, sem fjargviðrast um þessháttar, sýna með
því, að þeir eru and!ega ófrjálsir menn, bundnir
á klafa bókstafsins, og heyra ekki vorum tíma til,
heldur fornöldinni.
öll vefenging á trúarlegum sannindum, sem
kristnin hefir trúað og reynsla aldanna staðfest,
á að vera merki frjálsborins anda og nýjungum
þeim, sem koma eiga í staðinn, er fagnað með
þeim fjálgleik, að undrum sætir. Það er eins og
komið hafi af himnum ofan ný opinberun, sem
allir eigi að standa berhöfðaðir frammi fyrir af
lotningu og undrun. Þessum nýjungum virðist
vera veitt mun meiri lotning en hinni gömlu op-
inberun guðs. Hún á að miklu leyti að hafa
verið tilbúningur anda mannsins, er stóð þá á
miklu lægra stigi en nú. Nú er hann kominn á
hærra stig, og er því tilbúningur hans nú miklu
guðdómlegri. Það eru “tímans guðir”, sem op-
inbera nú guðs leyndarráð, mönnunum hulin
fram að þessu, nema í þoku, eða torskildu líking-
armáli, sem margvíslega hefir mátt skilja, en af
fáfræði hefir verið tekið bókstaflega. Það eru
hinir nýju andans konungar, sem nú eru páfar.
1 stað páfa kaþólskra manna, er situr í Róm og
skipaður er í sætið af páfaráði og á að tala með
myndugleika Péturs postula, — og í stað “páfa”